Fjögur börn meðal hinna látnu guðsteinn bjarnason skrifar 29. ágúst 2015 07:00 Lík flóttafólksins, sem fannst í yfirgefinni flutningabifreið í Austurríki, flutt inn á rannsóknarstofu í Vínarborg þar sem reynt verður að varpa frekara ljósi á það sem gerðist. Nordicphotos/AFP Fjórir menn hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn austurrísku lögreglunnar á láti 71 flóttamanns. Lík þeirra fundust í yfirgefinni flutningabifreið í vegarkanti á fimmtudag. Einn hinna handteknu mun vera eigandi bílsins. Meðal hinna látnu voru fjögur börn, þar af þrír drengir á aldrinum 8 til 10 ára og ein stúlka á öðru ári. Svo virðist sem fólkið hafi kafnað og talið er að það sé frá Sýrlandi, þar sem sýrlensk skilríki fundust í bílnum. Þá virðist sem fólkið hafi reynt að rjúfa gat á bifreiðina til þess að komast út. Bifreiðin er talin hafa staðið í að minnsta kosti sólarhring hreyfingarlaus í vegarkantinum áður en farið var að kanna málið. Þúsundir flóttamanna frá Sýrlandi, Erítreu og fleiri löndum í Mið-Austurlöndum og norðanverðri Afríku hafa látið lífið við tilraunir til að komast til Evrópulanda, í von um að fá þar hæli. Langflestir þeirra hafa drukknað í Miðjarðarhafi og síðast í gær fundust allt að 200 lík út af ströndum Líbíu. Fólkið hafði verið í um borð í troðfullum bát sem hvolfdi. Talið er að um 400 manns hafi verið í bátnum. Rúmlega helmingi þeirra tókst að bjarga, en um 40 lík fundust inni í bátnum og allt að 160 lík fundust á floti í hafinu þar í kring. Svo virðist sem sumir hafi verið innilokaðir í lest bátsins þegar honum hvolfdi. Þá fundust á miðvikudag 52 lík neðanþilja í skipi, sem sænska strandgæslan fann út af Líbíuströnd. Alls voru um 500 manns á því skipi og tókst að bjarga meira en 450 manns. Flóttamannastraumurinn til Evrópu er meiri nú en nokkru sinni frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Vitað er um 107.500 flóttamenn sem fóru yfir landamærin til Evrópuríkja í síðasta mánuði. Í Makedóníu er búist við að næstu mánuðina muni um þrjú þúsund manns koma yfir landamærin frá Grikklandi daglega. Evrópusambandsríki hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast seint og illa við þessari þróun. Andstaða íbúa við flóttafólk hefur magnast jafnt og þétt víða í löndum Evrópu. Nú í vikunni hafa verið gerðar árásir á flóttamannabúðir nánast daglega í Þýskalandi. Flóttamenn Grikkland Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira
Fjórir menn hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn austurrísku lögreglunnar á láti 71 flóttamanns. Lík þeirra fundust í yfirgefinni flutningabifreið í vegarkanti á fimmtudag. Einn hinna handteknu mun vera eigandi bílsins. Meðal hinna látnu voru fjögur börn, þar af þrír drengir á aldrinum 8 til 10 ára og ein stúlka á öðru ári. Svo virðist sem fólkið hafi kafnað og talið er að það sé frá Sýrlandi, þar sem sýrlensk skilríki fundust í bílnum. Þá virðist sem fólkið hafi reynt að rjúfa gat á bifreiðina til þess að komast út. Bifreiðin er talin hafa staðið í að minnsta kosti sólarhring hreyfingarlaus í vegarkantinum áður en farið var að kanna málið. Þúsundir flóttamanna frá Sýrlandi, Erítreu og fleiri löndum í Mið-Austurlöndum og norðanverðri Afríku hafa látið lífið við tilraunir til að komast til Evrópulanda, í von um að fá þar hæli. Langflestir þeirra hafa drukknað í Miðjarðarhafi og síðast í gær fundust allt að 200 lík út af ströndum Líbíu. Fólkið hafði verið í um borð í troðfullum bát sem hvolfdi. Talið er að um 400 manns hafi verið í bátnum. Rúmlega helmingi þeirra tókst að bjarga, en um 40 lík fundust inni í bátnum og allt að 160 lík fundust á floti í hafinu þar í kring. Svo virðist sem sumir hafi verið innilokaðir í lest bátsins þegar honum hvolfdi. Þá fundust á miðvikudag 52 lík neðanþilja í skipi, sem sænska strandgæslan fann út af Líbíuströnd. Alls voru um 500 manns á því skipi og tókst að bjarga meira en 450 manns. Flóttamannastraumurinn til Evrópu er meiri nú en nokkru sinni frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Vitað er um 107.500 flóttamenn sem fóru yfir landamærin til Evrópuríkja í síðasta mánuði. Í Makedóníu er búist við að næstu mánuðina muni um þrjú þúsund manns koma yfir landamærin frá Grikklandi daglega. Evrópusambandsríki hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast seint og illa við þessari þróun. Andstaða íbúa við flóttafólk hefur magnast jafnt og þétt víða í löndum Evrópu. Nú í vikunni hafa verið gerðar árásir á flóttamannabúðir nánast daglega í Þýskalandi.
Flóttamenn Grikkland Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira