600 kaupendur Toyota Mirai vetnisbílsins á fyrstu 10 dögum Finnur Thorlacius skrifar 10. ágúst 2015 09:56 Toyota hefur áætlað að selja 3.000 Mirai vetnisbíla í Bandaríkjunum frá október í ár til enda árs 2017. Opnað var fyrir pantanir á bílnum fyrir 10 dögum og nú þegar hafa 600 skráð sig fyrir kaupum eða leigu á bínum, eða fimmtungur af þessari áætlaðu sölu ríflega tveggja ára. Þessir kaupendur hafa greinilega ekki miklar áhyggjur af fjölda áfyllingarstöðva vetnis, en Toyota hefur lofað kaupendum þéttara neti slíkra stöðva á næstunni. Í Kaliforníu, sem er sannkölluð mekka umhverfisvænna bíla í Bandaríkjunum, ætlar Toyota að byggja 15 nýjar áfyllingastöðvar fyrir enda þessa árs og 20 aðrar á næsta ári. Toyota Mirai er alls ekki ódýr bíll, en hann kostar 57.500 dollara í Bandaríkjunum. Ef hann er leigður þurfa kaupendur að reiða fram 3.649 dollara í upphafi og greiða síðan 499 dollara á mánuði. Þessu fylgir frítt vetni á bílana fyrstu 3 árin. Toyota Mirai kemst 500 km á hverri tankfylli. Sjá má kynningarstiklu um Toyota Mirai vetnisbílinn hér að ofan. Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent
Toyota hefur áætlað að selja 3.000 Mirai vetnisbíla í Bandaríkjunum frá október í ár til enda árs 2017. Opnað var fyrir pantanir á bílnum fyrir 10 dögum og nú þegar hafa 600 skráð sig fyrir kaupum eða leigu á bínum, eða fimmtungur af þessari áætlaðu sölu ríflega tveggja ára. Þessir kaupendur hafa greinilega ekki miklar áhyggjur af fjölda áfyllingarstöðva vetnis, en Toyota hefur lofað kaupendum þéttara neti slíkra stöðva á næstunni. Í Kaliforníu, sem er sannkölluð mekka umhverfisvænna bíla í Bandaríkjunum, ætlar Toyota að byggja 15 nýjar áfyllingastöðvar fyrir enda þessa árs og 20 aðrar á næsta ári. Toyota Mirai er alls ekki ódýr bíll, en hann kostar 57.500 dollara í Bandaríkjunum. Ef hann er leigður þurfa kaupendur að reiða fram 3.649 dollara í upphafi og greiða síðan 499 dollara á mánuði. Þessu fylgir frítt vetni á bílana fyrstu 3 árin. Toyota Mirai kemst 500 km á hverri tankfylli. Sjá má kynningarstiklu um Toyota Mirai vetnisbílinn hér að ofan.
Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent