McIlroy ver titilinn á PGA-meistaramótinu Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. ágúst 2015 15:30 Einn af bestu kylfingum heimsins í dag. Vísir/getty Rory McIlroy, norður-írski kylfingurinn, lauk æfingarhring á Whistling Straits vellinum um helgina en hann var nokkuð bjartsýnn á að hann myndi taka þátt á PGA-meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn. McIlroy hefur titil að verja en hann varð meistari árið 2012 sem og 2014. Óvissa var um þátttöku Rory á mótinu eftir að hann sleit liðbönd í fótbolta með vinum sínum þann 4. laugardaginn síðastliðna. Missti hann tækifærinu að verja titilinn á Opna breska meistaramótinu fyrir vikið en í fjarveru hans stóð Zach Johnson uppi sem sigurvegari. McIlroy hefur undanfarnar vikur stefnt á að taka þátt í meistaramótinu en hann hefur ekki tekið þátt í móti í rúman mánuð. Hefði hann ekki tekið þátt að þessu sinni hefði ungstirnið Jordan Spieth átt möguleikann á því að slá hann af toppi heimslistans í golfi en norður-írski kylfingurinn virðist ekki ætla að gefast upp án þess að berjast. „Þetta gekk vel, það var gott að fá tilfinningu fyrir vellinum í dag. Ökklinn er mun betri, ég stefndi á að vera kominn aftur út á völl eftir fimm vikur og það var hárrétt metið hjá mér. Ég var örlítið stífur í byrjun en ég er annars í góðu standi.“ Golf Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Rory McIlroy, norður-írski kylfingurinn, lauk æfingarhring á Whistling Straits vellinum um helgina en hann var nokkuð bjartsýnn á að hann myndi taka þátt á PGA-meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn. McIlroy hefur titil að verja en hann varð meistari árið 2012 sem og 2014. Óvissa var um þátttöku Rory á mótinu eftir að hann sleit liðbönd í fótbolta með vinum sínum þann 4. laugardaginn síðastliðna. Missti hann tækifærinu að verja titilinn á Opna breska meistaramótinu fyrir vikið en í fjarveru hans stóð Zach Johnson uppi sem sigurvegari. McIlroy hefur undanfarnar vikur stefnt á að taka þátt í meistaramótinu en hann hefur ekki tekið þátt í móti í rúman mánuð. Hefði hann ekki tekið þátt að þessu sinni hefði ungstirnið Jordan Spieth átt möguleikann á því að slá hann af toppi heimslistans í golfi en norður-írski kylfingurinn virðist ekki ætla að gefast upp án þess að berjast. „Þetta gekk vel, það var gott að fá tilfinningu fyrir vellinum í dag. Ökklinn er mun betri, ég stefndi á að vera kominn aftur út á völl eftir fimm vikur og það var hárrétt metið hjá mér. Ég var örlítið stífur í byrjun en ég er annars í góðu standi.“
Golf Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira