Einn flottur frá Hyundai í Pebble Beach Finnur Thorlacius skrifar 13. ágúst 2015 10:38 Hyundai HCD-16 Vision G Coupe Concept. Þennan laglega bíl mun Hyundai sýna á Pebble Beach Concours d´Elegance bílasýningunni sem hefst þann 16. ágúst í Kaliforníu. Bíllinn hefur fengið vinnuheitið HCD-16 Vision G Coupe Concept og er teiknaður af yfirhönnuði Hyundai og Kia, Peter Schreyer. Schreyer lét hafa eftir sér að bílar þurfi ekki að vera hlaðnir lúxus og vera rándýrir til að geta verið fallegir, en þessi bíll á líkt og aðrir bílar Hyundai að vera fremur ódýr. Hann er með óvenju langt húdd, litla glugga og stóra hliðarfleti, líkt og margur annar eðalbíllinn. Afturendinn minnir um margt á Bentley bíla og er ekki leiðum að líkjast þar. Undir stóru húddinu lúrir sama 420 hestafla V8 vélin og finna má í Hyundai Equus og Genesis bílunum, svo ekkert nýtt er að finna þar og ætti því þróunarkostnaðurinn ekki að sliga Hyundai við framleiðslu bílsins, en aflið engu að síður að vera yfrið fyrir ekki stærri bíl. Ein af tækninýjungum í þessum bíl er að bílstjórahurðin opnast sjálfkrafa þegar ökumaður nálgast bílinn með bíllykilinn í vasanum. HCD-nafnið á bílnum á skýringu í Hyundai California Design og talan 16 merkir sextánda tilraunabíl Hyundai sem kemur frá hönnunardeild þeirri sem sá um teikningu bílsins. Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent
Þennan laglega bíl mun Hyundai sýna á Pebble Beach Concours d´Elegance bílasýningunni sem hefst þann 16. ágúst í Kaliforníu. Bíllinn hefur fengið vinnuheitið HCD-16 Vision G Coupe Concept og er teiknaður af yfirhönnuði Hyundai og Kia, Peter Schreyer. Schreyer lét hafa eftir sér að bílar þurfi ekki að vera hlaðnir lúxus og vera rándýrir til að geta verið fallegir, en þessi bíll á líkt og aðrir bílar Hyundai að vera fremur ódýr. Hann er með óvenju langt húdd, litla glugga og stóra hliðarfleti, líkt og margur annar eðalbíllinn. Afturendinn minnir um margt á Bentley bíla og er ekki leiðum að líkjast þar. Undir stóru húddinu lúrir sama 420 hestafla V8 vélin og finna má í Hyundai Equus og Genesis bílunum, svo ekkert nýtt er að finna þar og ætti því þróunarkostnaðurinn ekki að sliga Hyundai við framleiðslu bílsins, en aflið engu að síður að vera yfrið fyrir ekki stærri bíl. Ein af tækninýjungum í þessum bíl er að bílstjórahurðin opnast sjálfkrafa þegar ökumaður nálgast bílinn með bíllykilinn í vasanum. HCD-nafnið á bílnum á skýringu í Hyundai California Design og talan 16 merkir sextánda tilraunabíl Hyundai sem kemur frá hönnunardeild þeirri sem sá um teikningu bílsins.
Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent