Kylfusveinninn sem bjargaði meistaranum frá glötun 17. ágúst 2015 14:15 Swatton faðmar grátandi Day að sér. vísir/getty Þegar Jason Day var aðeins 12 ára gamall þá lést faðir hans úr krabbameini. Ef Colin Swatton hefði ekki komið honum til bjargar þá gæti hann hafa tapað öllu öðru í kjölfarið. Swatton tók þennan unga dreng upp á arma sína og þeir eru tengdir eins og feðgar í dag. Hann gekk honum í föðurstað og er í raun stjúpfaðir kylfingsins. Móðir Day hafði miklar áhyggjur af því er eiginmaður hennar féll frá að Day myndi lenda í slæmum félagsskap og enda í óreglu. Flestir drengir á hans aldri í því hverfi voru í vandræðum. Slagsmál og átök voru daglegt brauð. Hún ákvað að senda hann í golf og til þess að hafa efni á því þurfti hún að fá sér aðra vinnu. Hún gerði allt til þess að halda honum frá götunni. „Það er engin spurning að Jason hefði getað lent í alls konar vandræðum þegar hann var 12 ára. Hann hefði mjög auðveldlega getað farið hina leiðina í lífinu," sagði Swatton. „Hann væri þá á allt öðrum stað og væri svo sannarlega ekki nýbúinn að vinna PGA-meistaramótið."Day og Swatton með bikarinn góða.vísir/gettyEr Day tryggði sér sigur á PGA-meistaramótinu í gær þá féllust hann og Swatton í faðma. Day réð ekki við sig og grét. „Ég missi pabba og síðan hitti ég Colin. Það var afar sérstakt að labba upp á 18. flötina með hann við hliðina á mér. Það var reynsla sem ég gleymi aldrei," sagði Day. Day hefur aldrei haft annan þjálfara og kylfusvein en Swatton. Samstarf þeirra er líka ólíkt því sem gengur og gerist hjá öðrum kylfingum og kylfusveinum. Samstarf þeirra byrjaði þó ekki vel því Day var reiður ungur maður er hann byrjaði í golfi. Þeir rifust eitt sinn heiftarlega en Day baðst afsökunar daginn eftir og alla tíð síðan hafa þeir verið nánir. „Eftir þessa uppákomu þá gerði hann allt sem hann var beðinn um að gera. Það varð mikil breyting á hans hegðun," rifjar Swatton upp. Day hefur verið grátlega nálægt því að vinna risamót á síðustu árum og vonbrigðin tóku á hann. Skal því engan undra að mörg tár hafi fallið í gærkvöld er öll vinnan skilaði loks tilætluðum árangri. Golf Tengdar fréttir Átti ekki von á því að fara að gráta Ástralinn Jason Day vann sögulegan sigur á PGA-meistaramótinu í gærkvöldi. 17. ágúst 2015 09:00 Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Sjá meira
Þegar Jason Day var aðeins 12 ára gamall þá lést faðir hans úr krabbameini. Ef Colin Swatton hefði ekki komið honum til bjargar þá gæti hann hafa tapað öllu öðru í kjölfarið. Swatton tók þennan unga dreng upp á arma sína og þeir eru tengdir eins og feðgar í dag. Hann gekk honum í föðurstað og er í raun stjúpfaðir kylfingsins. Móðir Day hafði miklar áhyggjur af því er eiginmaður hennar féll frá að Day myndi lenda í slæmum félagsskap og enda í óreglu. Flestir drengir á hans aldri í því hverfi voru í vandræðum. Slagsmál og átök voru daglegt brauð. Hún ákvað að senda hann í golf og til þess að hafa efni á því þurfti hún að fá sér aðra vinnu. Hún gerði allt til þess að halda honum frá götunni. „Það er engin spurning að Jason hefði getað lent í alls konar vandræðum þegar hann var 12 ára. Hann hefði mjög auðveldlega getað farið hina leiðina í lífinu," sagði Swatton. „Hann væri þá á allt öðrum stað og væri svo sannarlega ekki nýbúinn að vinna PGA-meistaramótið."Day og Swatton með bikarinn góða.vísir/gettyEr Day tryggði sér sigur á PGA-meistaramótinu í gær þá féllust hann og Swatton í faðma. Day réð ekki við sig og grét. „Ég missi pabba og síðan hitti ég Colin. Það var afar sérstakt að labba upp á 18. flötina með hann við hliðina á mér. Það var reynsla sem ég gleymi aldrei," sagði Day. Day hefur aldrei haft annan þjálfara og kylfusvein en Swatton. Samstarf þeirra er líka ólíkt því sem gengur og gerist hjá öðrum kylfingum og kylfusveinum. Samstarf þeirra byrjaði þó ekki vel því Day var reiður ungur maður er hann byrjaði í golfi. Þeir rifust eitt sinn heiftarlega en Day baðst afsökunar daginn eftir og alla tíð síðan hafa þeir verið nánir. „Eftir þessa uppákomu þá gerði hann allt sem hann var beðinn um að gera. Það varð mikil breyting á hans hegðun," rifjar Swatton upp. Day hefur verið grátlega nálægt því að vinna risamót á síðustu árum og vonbrigðin tóku á hann. Skal því engan undra að mörg tár hafi fallið í gærkvöld er öll vinnan skilaði loks tilætluðum árangri.
Golf Tengdar fréttir Átti ekki von á því að fara að gráta Ástralinn Jason Day vann sögulegan sigur á PGA-meistaramótinu í gærkvöldi. 17. ágúst 2015 09:00 Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Sjá meira
Átti ekki von á því að fara að gráta Ástralinn Jason Day vann sögulegan sigur á PGA-meistaramótinu í gærkvöldi. 17. ágúst 2015 09:00