Frumsýnir myndbandið þar sem horft er yfir tökustaðinn Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2015 11:00 Tónlistarmyndbandið var tekið upp á Seltjarnarnesi, í heimabæ Ragnars. Mynd/Saga Sig Ragnar Árni Ágústsson hefur lengi starfað við tónlist á hliðarlínunni en núna á föstudaginn skríður hann úr skelinni og gefur út sitt fyrsta lag og tónlistarmyndband undir eigin nafni. Myndbandið var tekið upp við Gróttu á Seltjarnarnesi en það verður frumsýnt í læknaminjasafninu þar í bæ. Þá fá gestir að upplifa myndbandið á meðan horft er yfir tökustaðinn. Ragnar samdi einnig á dögunum tónlistina fyrir franska mynd sem heitir Fort Buchana og hefur vakið mikla lukku og hefur meðal annars verið sýnd á MoMA í New York. Hingað til hefur Ragnar verið tengdur við saxófóninn en hann hefur spilað með mörgum hljómsveitum í gegnum tíðina. Hann hefur verið seinustu þrjú ár að læra læknisfræði í Ungverjalandi en eftir að hann flutti út hefur hann einbeitt sér mun meira að því að semja eigin tónlist. „Með því að hafa frumsýningarpartíið á þessum stað er ég að tengja saman tvo heima. Læknisfræðin í læknaminjasafninu og tónlistin þar sem horft verður yfir tökustaðinn. Svo er ég af Seltjarnarnesi svo það skiptir líka máli fyrir mig.“ Lagið sem um ræðir heitir Leiðin og er samið af Ragnari en Friðfinnur Sigurðsson útfærði það. Myndbandinu er leikstýrt af Frosta Jóni Runólfssyni sem gerði meðal annars heimildarmyndirnar um Grafík og Hjálma. Carmen Jóhannsdóttir vann við framleiðslu myndbandsins. „Lagið er einlægt og rólegt. Ég er búinn að vera að læra svo mikið af tónlist frá því ég man eftir mér þannig að ég náði að taka hluti í burtu þegar ég samdi lagið. Ég samdi þetta minna frá huganum og meira frá hjartanu.“ Tónlist Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Sjá meira
Ragnar Árni Ágústsson hefur lengi starfað við tónlist á hliðarlínunni en núna á föstudaginn skríður hann úr skelinni og gefur út sitt fyrsta lag og tónlistarmyndband undir eigin nafni. Myndbandið var tekið upp við Gróttu á Seltjarnarnesi en það verður frumsýnt í læknaminjasafninu þar í bæ. Þá fá gestir að upplifa myndbandið á meðan horft er yfir tökustaðinn. Ragnar samdi einnig á dögunum tónlistina fyrir franska mynd sem heitir Fort Buchana og hefur vakið mikla lukku og hefur meðal annars verið sýnd á MoMA í New York. Hingað til hefur Ragnar verið tengdur við saxófóninn en hann hefur spilað með mörgum hljómsveitum í gegnum tíðina. Hann hefur verið seinustu þrjú ár að læra læknisfræði í Ungverjalandi en eftir að hann flutti út hefur hann einbeitt sér mun meira að því að semja eigin tónlist. „Með því að hafa frumsýningarpartíið á þessum stað er ég að tengja saman tvo heima. Læknisfræðin í læknaminjasafninu og tónlistin þar sem horft verður yfir tökustaðinn. Svo er ég af Seltjarnarnesi svo það skiptir líka máli fyrir mig.“ Lagið sem um ræðir heitir Leiðin og er samið af Ragnari en Friðfinnur Sigurðsson útfærði það. Myndbandinu er leikstýrt af Frosta Jóni Runólfssyni sem gerði meðal annars heimildarmyndirnar um Grafík og Hjálma. Carmen Jóhannsdóttir vann við framleiðslu myndbandsins. „Lagið er einlægt og rólegt. Ég er búinn að vera að læra svo mikið af tónlist frá því ég man eftir mér þannig að ég náði að taka hluti í burtu þegar ég samdi lagið. Ég samdi þetta minna frá huganum og meira frá hjartanu.“
Tónlist Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Sjá meira