Þjóðverjar búast við allt að 750 þúsund flóttamönnum á þessu ári Guðsteinn Bjarnason skrifar 19. ágúst 2015 07:00 Flestir flóttamannanna koma frá Sýrlandi og fara yfir Miðjarðarhafið til Ítalíu eða Grikklands. Fréttablaðið/EPA Það gengur ekki til lengdar að Þýskaland og Svíþjóð taki við miklu fleiri flóttamönnum en önnur Evrópuríki. Flóttafólkinu verður að deila niður á löndin með sanngjarnari hætti. Þetta segir Antonio Guterres, yfirmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, í viðtali við þýska dagblaðið Die Welt. „Flestir þeirra sem koma yfir Miðjarðarhafið á bátum eru að flýja átök og ofsóknir. Öllum ríkjum Evrópu ber siðferðileg skylda til þess að bjóða þetta fólk velkomið, og ótvíræð lagaleg skylda til þess að vernda það,“ er haft eftir Guterres í Die Welt. Thomas de Maizière, innanríkisráðherra Þýskalands, skýrði frá því í gær að 650 þúsund flóttamenn leituðu hælis þar í landi á þessu ári. Hann segir vel mögulegt að fjöldinn fari upp í 750 þúsund. Þetta er mun hærri tala en til þessa hefur verið talað um, því þar til í gær var reiknað með að um 450 þúsund flóttamenn kæmu til Þýskalands þetta árið. Það sem af er þessu ári hafa meira en 240 þúsund flóttamenn komið yfir Miðjarðarhaf til Grikklands og Ítalíu. Margir þeirra reyna svo að komast áfram til annarra aðildarríkja ESB, flestir til Þýskalands og Svíþjóðar. Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í viðtali nú um helgina að flóttamannamálið væri stærsta verkefni sem Evrópusambandið stæði frammi fyrir um þessar mundir og í raun væri það miklu stærra mál en skuldavandi Grikkja eða staða evrunnar. Af viðbrögðum Evrópusambandsins myndi ráðast hvort aðildarríkin væru í raun fær um að standa saman. „Hið svonefnda Dyflinnarsamkomulag er ekki lengur í gildi,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í sjónvarpsviðtali um helgina. Þar vísar hún til þess að í raun hafi sú meginregla, að umsóknir hælisleitenda eigi að afgreiða í því aðildarríki sem þeir koma fyrst til, verið tekin úr sambandi þegar Evrópusambandsríkin samþykktu að létta að nokkru byrðunum af Grikklandi og Ítalíu, þeim löndum sem flestir flóttamenn hafa komið til, og deila ákveðnum fjölda þeirra niður á hin aðildarríkin í hlutfalli við mannfjölda og efnahagsstyrk. Thomas de Maizière gengur síðan lengra og segir að verði þetta lagaumhverfi ekki lagfært, þá sé í raun úti um sjálft Schengen-samkomulagið, sem tryggir íbúum aðildarríkjanna frjálsa för yfir innri landamæri Evrópusambandsins. „Án Dyflinnar er ekki til lengdar hægt að hafa Schengen,“ sagði de Maiziere í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF. DyflinnarbókuninFlóttamannamálið gæti orðið næsta stóra verkefnið í Evrópu þar sem við sýnum hvort við erum í raun og veru fær um að starfa saman. „Hið svonefnda Dyflinnarsamkomulag er ekki lengur í gildi,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í sjónvarpsviðtali um helgina. Dyflinnarsamkomulagið er sérstök bókun við Schengen-landamærasamkomulagið, sem snýst um að afgreiða eigi umsóknir hælisleitenda í því aðildarríki ESB sem þeir koma fyrst til. Merkel vísar í ummælum sínum til þess að þessi meginregla Dyflinnarsamkomulagsins hafi í raun verið tekin úr sambandi, að hluta til í það minnsta, fyrr á þessu ári þegar Evrópusambandsríkin samþykktu að létta að nokkru byrðunum af Grikklandi og Ítalíu, þeim löndum sem flestir flóttamenn hafa komið til, og deila ákveðnum fjölda þeirra niður á hin aðildarríkin í hlutfalli við mannfjölda og efnahagsstyrk. Thomas de Maizière, innanríkisráðherra Þýskalands, gengur síðan lengra og segir að verði þetta lagaumhverfi ekki lagfært, þá sé í raun úti um sjálft Schengen-samkomulagið, sem tryggir íbúum aðildarríkjanna frjálsa för yfir innri landamæri Evrópusambandsins. „Án Dyflinnar er ekki til lengdar hægt að hafa Schengen,“ sagði de Maizière í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF. Flóttamenn Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Það gengur ekki til lengdar að Þýskaland og Svíþjóð taki við miklu fleiri flóttamönnum en önnur Evrópuríki. Flóttafólkinu verður að deila niður á löndin með sanngjarnari hætti. Þetta segir Antonio Guterres, yfirmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, í viðtali við þýska dagblaðið Die Welt. „Flestir þeirra sem koma yfir Miðjarðarhafið á bátum eru að flýja átök og ofsóknir. Öllum ríkjum Evrópu ber siðferðileg skylda til þess að bjóða þetta fólk velkomið, og ótvíræð lagaleg skylda til þess að vernda það,“ er haft eftir Guterres í Die Welt. Thomas de Maizière, innanríkisráðherra Þýskalands, skýrði frá því í gær að 650 þúsund flóttamenn leituðu hælis þar í landi á þessu ári. Hann segir vel mögulegt að fjöldinn fari upp í 750 þúsund. Þetta er mun hærri tala en til þessa hefur verið talað um, því þar til í gær var reiknað með að um 450 þúsund flóttamenn kæmu til Þýskalands þetta árið. Það sem af er þessu ári hafa meira en 240 þúsund flóttamenn komið yfir Miðjarðarhaf til Grikklands og Ítalíu. Margir þeirra reyna svo að komast áfram til annarra aðildarríkja ESB, flestir til Þýskalands og Svíþjóðar. Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í viðtali nú um helgina að flóttamannamálið væri stærsta verkefni sem Evrópusambandið stæði frammi fyrir um þessar mundir og í raun væri það miklu stærra mál en skuldavandi Grikkja eða staða evrunnar. Af viðbrögðum Evrópusambandsins myndi ráðast hvort aðildarríkin væru í raun fær um að standa saman. „Hið svonefnda Dyflinnarsamkomulag er ekki lengur í gildi,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í sjónvarpsviðtali um helgina. Þar vísar hún til þess að í raun hafi sú meginregla, að umsóknir hælisleitenda eigi að afgreiða í því aðildarríki sem þeir koma fyrst til, verið tekin úr sambandi þegar Evrópusambandsríkin samþykktu að létta að nokkru byrðunum af Grikklandi og Ítalíu, þeim löndum sem flestir flóttamenn hafa komið til, og deila ákveðnum fjölda þeirra niður á hin aðildarríkin í hlutfalli við mannfjölda og efnahagsstyrk. Thomas de Maizière gengur síðan lengra og segir að verði þetta lagaumhverfi ekki lagfært, þá sé í raun úti um sjálft Schengen-samkomulagið, sem tryggir íbúum aðildarríkjanna frjálsa för yfir innri landamæri Evrópusambandsins. „Án Dyflinnar er ekki til lengdar hægt að hafa Schengen,“ sagði de Maiziere í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF. DyflinnarbókuninFlóttamannamálið gæti orðið næsta stóra verkefnið í Evrópu þar sem við sýnum hvort við erum í raun og veru fær um að starfa saman. „Hið svonefnda Dyflinnarsamkomulag er ekki lengur í gildi,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í sjónvarpsviðtali um helgina. Dyflinnarsamkomulagið er sérstök bókun við Schengen-landamærasamkomulagið, sem snýst um að afgreiða eigi umsóknir hælisleitenda í því aðildarríki ESB sem þeir koma fyrst til. Merkel vísar í ummælum sínum til þess að þessi meginregla Dyflinnarsamkomulagsins hafi í raun verið tekin úr sambandi, að hluta til í það minnsta, fyrr á þessu ári þegar Evrópusambandsríkin samþykktu að létta að nokkru byrðunum af Grikklandi og Ítalíu, þeim löndum sem flestir flóttamenn hafa komið til, og deila ákveðnum fjölda þeirra niður á hin aðildarríkin í hlutfalli við mannfjölda og efnahagsstyrk. Thomas de Maizière, innanríkisráðherra Þýskalands, gengur síðan lengra og segir að verði þetta lagaumhverfi ekki lagfært, þá sé í raun úti um sjálft Schengen-samkomulagið, sem tryggir íbúum aðildarríkjanna frjálsa för yfir innri landamæri Evrópusambandsins. „Án Dyflinnar er ekki til lengdar hægt að hafa Schengen,“ sagði de Maizière í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF.
Flóttamenn Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira