Depay er aldrei ánægður og Van Gaal er ánægður með það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2015 11:45 Louis van Gaal og Memphis Depay. Vísir/Getty Memphis Depay var maðurinn á bak við 3-1 sigur Manchester United á belgíska liðinu Club Brugge í gær í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í Meistaradeildinni. Depay skoraði tvö glæsileg mörk í fyrri hálfleik eftir að Manchester United liðið hafði lent undir í upphafi leiks og lagði síðan upp þriðja markið fyrir Marouane Fellaini í blálokin. Memphis Depay fékk færi til að innsigla þrennuna og var enn að velta sér upp úr því þegar hann hitti blaðamenn eftir leikinn. „Ég skoraði mikið af mörkum fyrir PSV í lok síðasta tímabils. Þegar þú kemur til stórliðs þá verður þú að skora mörk og það var góð tilfinning að skora mín fyrstu mörk á Old Trafford," sagði Memphis Depay og bætti við: „Ég var svolítið vonsvikinn að ná ekki að skora þriðja markið. Ég hugsa um það í kvöld en verð búinn að gleyma því á morgun. Ég ánægður með sigurinn og það var sérstaklega mikilvægt fyrir okkur að fá þetta þriðja mark frá Fellaini. Nú þurfum við bara að klára dæmið í Brugge," sagði Depay.Sjá einnig:Memphis stimplaði sig inn með látum „Ég er mjög ánægður fyrir hönd Memphis því leikmaður þarf á svona leik að halda. Ég sagði að þetta væri bara spurning um tíma og það varð líka raunin. Vonandi heldur hann áfram á þessari braut. Þetta er samt erfitt fyrir hann því hann er enn bara 21 árs og bara búin með tvö tímabil hjá PSV," sagði Louis van Gaal eftir leikinn. „Ég hef fulla trú á honum. Hann er aldrei ánægður og það er ég ánægður með," sagði Van Gaal og vísaði þar í ummæli Memphis sem sá á eftir þrennunni. „Mér datt samt helst í hug að kyssa hann eftir leikinn því ef þú skorar tvö og leggur upp eitt þá ertu hetja þíns liðs," sagði Van Gaal. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Memphis Depay var maðurinn á bak við 3-1 sigur Manchester United á belgíska liðinu Club Brugge í gær í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í Meistaradeildinni. Depay skoraði tvö glæsileg mörk í fyrri hálfleik eftir að Manchester United liðið hafði lent undir í upphafi leiks og lagði síðan upp þriðja markið fyrir Marouane Fellaini í blálokin. Memphis Depay fékk færi til að innsigla þrennuna og var enn að velta sér upp úr því þegar hann hitti blaðamenn eftir leikinn. „Ég skoraði mikið af mörkum fyrir PSV í lok síðasta tímabils. Þegar þú kemur til stórliðs þá verður þú að skora mörk og það var góð tilfinning að skora mín fyrstu mörk á Old Trafford," sagði Memphis Depay og bætti við: „Ég var svolítið vonsvikinn að ná ekki að skora þriðja markið. Ég hugsa um það í kvöld en verð búinn að gleyma því á morgun. Ég ánægður með sigurinn og það var sérstaklega mikilvægt fyrir okkur að fá þetta þriðja mark frá Fellaini. Nú þurfum við bara að klára dæmið í Brugge," sagði Depay.Sjá einnig:Memphis stimplaði sig inn með látum „Ég er mjög ánægður fyrir hönd Memphis því leikmaður þarf á svona leik að halda. Ég sagði að þetta væri bara spurning um tíma og það varð líka raunin. Vonandi heldur hann áfram á þessari braut. Þetta er samt erfitt fyrir hann því hann er enn bara 21 árs og bara búin með tvö tímabil hjá PSV," sagði Louis van Gaal eftir leikinn. „Ég hef fulla trú á honum. Hann er aldrei ánægður og það er ég ánægður með," sagði Van Gaal og vísaði þar í ummæli Memphis sem sá á eftir þrennunni. „Mér datt samt helst í hug að kyssa hann eftir leikinn því ef þú skorar tvö og leggur upp eitt þá ertu hetja þíns liðs," sagði Van Gaal.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira