Minni hagnaður BMW vegna dræmrar sölu í Kína Finnur Thorlacius skrifar 5. ágúst 2015 10:09 BMW X6. Hagnaður BMW á öðrum ársfjórðungi minnkaði um 3% og er helsta ástæða þess dræm sala bíla í Kína, en margir bílaframleiðendur heims hafa neyðst til að lækka verð bíla sinna í þessum stærsta bílamarkaði heims og dregur það úr hagnaði þeirra. BMW skilaði engu að síður 370 milljarða hagnaði á fjórðungnum. Mikill kostnaður við þróun nýrra bíla BMW átti einnig hlut í minnkandi hagnaði fyrirtækisins og aukin sala minni bíla BMW sem skila minni hagnaði en sala stærri bíla þess. BMW spáir samt meiri hagnaði á árinu öllu en í fyrra. Sala bíla BMW hefur aukist um 7,5 á fyrstu tveimur ársfjórðungum þessa árs og er heildarsalan 573.079 bílar. Hagnaður af sölu hefur hinsvegar lækkað úr 11,7% niður í 8,4% og er það minni hagnaður af sölu en hjá Mercedes Benz nú (10,7%) og Audi (9,9%). Ef að sala bíla í Kína heldur áfram að minnka telur BMW að breyta þurfi hagnaðarspá fyrirtækisins fyrir árið í ár. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent
Hagnaður BMW á öðrum ársfjórðungi minnkaði um 3% og er helsta ástæða þess dræm sala bíla í Kína, en margir bílaframleiðendur heims hafa neyðst til að lækka verð bíla sinna í þessum stærsta bílamarkaði heims og dregur það úr hagnaði þeirra. BMW skilaði engu að síður 370 milljarða hagnaði á fjórðungnum. Mikill kostnaður við þróun nýrra bíla BMW átti einnig hlut í minnkandi hagnaði fyrirtækisins og aukin sala minni bíla BMW sem skila minni hagnaði en sala stærri bíla þess. BMW spáir samt meiri hagnaði á árinu öllu en í fyrra. Sala bíla BMW hefur aukist um 7,5 á fyrstu tveimur ársfjórðungum þessa árs og er heildarsalan 573.079 bílar. Hagnaður af sölu hefur hinsvegar lækkað úr 11,7% niður í 8,4% og er það minni hagnaður af sölu en hjá Mercedes Benz nú (10,7%) og Audi (9,9%). Ef að sala bíla í Kína heldur áfram að minnka telur BMW að breyta þurfi hagnaðarspá fyrirtækisins fyrir árið í ár.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent