Kia GT4 Stinger árið 2020 Finnur Thorlacius skrifar 6. ágúst 2015 16:14 Kia GT4 Stinger. Kia hefur í dágóðan tíma haft á prjónunum að framleiða sportbíl og nú hefur verið staðfest frá höfuðstöðvum þeirra að svo verður, en ekki fyrr en árið 2020. Það verður hinn fríði Kia GT4 Stinger sem rúlla mun eftir færiböndum Kia eftir 5 ár, en sá bíll var kynntur á bílasýningunni í Detroit í fyrra. Þar var hann kynntur með 315 hestafla vél og afturhjóladrifinn eins og sannir sportbílar eru. Vélin er aðeins 2,0 lítra sprengirými en með forþjöppu. Fyrri gerð þessa bíls sem nefndur var Kia GT Concept og sýndur á bílasýningunni í Frankfurt árið 2011 var með 3,3 lítra og 390 hestafla vél. Það hefur Kia mönnum ef til vill fundist yfirdrifið og henni skipt út fyrir minni en aflmikilli vél, líklega til að halda verði bílsins niðri. Það er ekki síst aðalhönnuður Kia, Peter Schreyer, sem hvatt hefur aðra stjórnendur Kia til að framleiða sportbíl, en það mun gera Kia merkið aðeins meira spennandi en það er í dag. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent
Kia hefur í dágóðan tíma haft á prjónunum að framleiða sportbíl og nú hefur verið staðfest frá höfuðstöðvum þeirra að svo verður, en ekki fyrr en árið 2020. Það verður hinn fríði Kia GT4 Stinger sem rúlla mun eftir færiböndum Kia eftir 5 ár, en sá bíll var kynntur á bílasýningunni í Detroit í fyrra. Þar var hann kynntur með 315 hestafla vél og afturhjóladrifinn eins og sannir sportbílar eru. Vélin er aðeins 2,0 lítra sprengirými en með forþjöppu. Fyrri gerð þessa bíls sem nefndur var Kia GT Concept og sýndur á bílasýningunni í Frankfurt árið 2011 var með 3,3 lítra og 390 hestafla vél. Það hefur Kia mönnum ef til vill fundist yfirdrifið og henni skipt út fyrir minni en aflmikilli vél, líklega til að halda verði bílsins niðri. Það er ekki síst aðalhönnuður Kia, Peter Schreyer, sem hvatt hefur aðra stjórnendur Kia til að framleiða sportbíl, en það mun gera Kia merkið aðeins meira spennandi en það er í dag.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent