Touareg Hybrid tekinn úr sölu í BNA Finnur Thorlacius skrifar 7. ágúst 2015 16:03 Volkswagen Touareg. Volkswagen hefur dregið Touareg Hybrid jeppann úr sölu í Bandaríkjunum. Ekki bara seldist hann illa heldur var eyðsla hans lítið betri en hefbundin bensínútgáfa bílsins. Ennfremur stendur Bandaríkjamönnum til boða dísilútgáfa Touareg sem eyðir talsvert minna en Touareg Hybrid. Touareg Hybrid var 14.000 dollurum dýrari en hefbundin bensínútgáfa og kaupendur voru eðlilega ekki tilbúnir að greiða nálægt tveimur milljónum króna meira fyrir Hybrid bílinn, þó hann hafi rafmótora auk bensínvélar. Með öðrum 2016 árgerðum Touareg sem boðnir eru í Bandaríkjunum lækkar verðið um 2.000 dollara milli ára og því er hann kominn á mjög freistandi verð, eða 42.705 dollara sem samsvarar 5,7 milljónum króna. Auk þess er hann betur búinn en 2015 árgerðin og vel hlaðinn búnaði, meðal annars kælingu í framsætunum. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent
Volkswagen hefur dregið Touareg Hybrid jeppann úr sölu í Bandaríkjunum. Ekki bara seldist hann illa heldur var eyðsla hans lítið betri en hefbundin bensínútgáfa bílsins. Ennfremur stendur Bandaríkjamönnum til boða dísilútgáfa Touareg sem eyðir talsvert minna en Touareg Hybrid. Touareg Hybrid var 14.000 dollurum dýrari en hefbundin bensínútgáfa og kaupendur voru eðlilega ekki tilbúnir að greiða nálægt tveimur milljónum króna meira fyrir Hybrid bílinn, þó hann hafi rafmótora auk bensínvélar. Með öðrum 2016 árgerðum Touareg sem boðnir eru í Bandaríkjunum lækkar verðið um 2.000 dollara milli ára og því er hann kominn á mjög freistandi verð, eða 42.705 dollara sem samsvarar 5,7 milljónum króna. Auk þess er hann betur búinn en 2015 árgerðin og vel hlaðinn búnaði, meðal annars kælingu í framsætunum.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent