Cameron gagnrýndur harðlega fyrir ummæli um flóttamenn Heimir Már Pétursson skrifar 31. júlí 2015 19:15 Framkvæmdastjóri Flóttamannaráðs Bretlands gagnrýnir forsætisráðherra landsins harðlega fyrir ónærgæti í orðalagi um vanda hundruð þúsunda flóttamanna. Heimurinn eigi nú í mesta flóttamannavanda frá lokum síðari heimsstyrjaldar og mikilvægt sé að forsætisráðherrann sýni leiðtogahæfileika við slíkar aðstæður. David Cameron sagði í gær að ástandið í Calais í Frakklandi þar sem flóttamenn hafa reynt að komast til Bretlands um Ermasund væri tilkomið vegna þess að „mökkur flóttamanna“ streymdi nú yfir Miðjarðarhafið. Anna Musgrave framkvæmdastjóri Flóttamannaráðs Bretlands gagnrýnir þetta orðalag forsætisráðherrans. „Það veldur gríðarlegum vonbrigðum að heyra forsætisráðherrann nota svo óábyrgt orðalag sem á endanum geri lítið úr mennsku flóttafólks. En ég vil ganga lengra og fullyrða að forsætisráðherrann hafi verið illa upplýstur,“ segir Musgrave. Hann hafi talað eins og allir þeir 200 þúsund flóttamenn sem komið hefðu yfir Miðjaraðrhafið undanfarin misseru væru nú í Calais í Frakklandi og stefndu til Bretlands. „Það er algerlega rangt. Samkvæmt mati erum við að tala um að í kringum 3.000 flóttamenn séu nú í Calais. Aðeins brot af þeim sem lagt hafa á Miðjarðarhafið og algert brotabrot af þeim fjölda flóttamanna sem Ítalir og Grikkir hafa tekið á móti,“ segir Musgrave. Þúsundir flóttamanna dvelja nú við slæman kost í Calais og sofa í kofaskriblum, tjöldum eða undir berum himni. Sumir þeirra hafa reynt að fara fótgangandi í gegnum Ermasundsgöngin og aðrir reyna að komast um borð í ferjur eða ýmist kaupa sér far eða smygla sér með flutningabílum. Musgrave segir að við þessar aðstæður ætti forsætisráðherrann að sýna stillingu og tala með ábyrgum hætti um mjög mikinn vanda hundruð þúsunda manna. „Hafandi í huga að það er skiljanlegt að fólki bregði við þær myndir sem berast frá svæðinu og sýndar eru í sjónvarpi. Þess vegna er svo mikilvægt að forsætisráðherrann bregðist ekki leiðtogahlutverki sínu og kyndi ekki undir ótta fólks,“ segir Musgrave. Evrópusambandið hefur nýlega samþykkt áætlun um að létta byrðunum af Ítölum og Grikkjum þangað sem gífurlegur fjöldi flóttamanna hefur flúið á undanförnum misserum. Íslensk stjórnvöld hafa m.a. ákveðið að taka á móti fimmtíu flóttamönnum í tengslum við þá áætlun á næstu tveimur árum. „Það sem við erum að horfa upp á eru einkenni þeirrar staðreyndar að heimurinn er nú í verstu flóttamannakreppu sinni frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Mikill meirihluti þeirra flóttamanna hefur í raun fengið skjól hjá sumum fátækustu ríkjum heims,“ segir Musgrave. Aðeins lítill hluti þeirra hætti lífi sínu með siglingu yfir Miðjarðarhaf í von um öryggi í Evrópu. „Og aðeins pínulítill hluti þeirra er síðan að reyna að komast til Bretlands. Við verðum að hafa í huga að Bretland hýsir aðeins um eitt prósent af flóttamönnum heimsins,“ segir framkvæmdastjóri Flóttamannaráðs Bretlands. Flóttamenn Tengdar fréttir Cameron varar flóttamenn við því að koma Forsætisráðherra Bretlands segir Bretland ekki vera griðastað fyrir þá sem flýja þangað frá Frakklandi 31. júlí 2015 07:00 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Framkvæmdastjóri Flóttamannaráðs Bretlands gagnrýnir forsætisráðherra landsins harðlega fyrir ónærgæti í orðalagi um vanda hundruð þúsunda flóttamanna. Heimurinn eigi nú í mesta flóttamannavanda frá lokum síðari heimsstyrjaldar og mikilvægt sé að forsætisráðherrann sýni leiðtogahæfileika við slíkar aðstæður. David Cameron sagði í gær að ástandið í Calais í Frakklandi þar sem flóttamenn hafa reynt að komast til Bretlands um Ermasund væri tilkomið vegna þess að „mökkur flóttamanna“ streymdi nú yfir Miðjarðarhafið. Anna Musgrave framkvæmdastjóri Flóttamannaráðs Bretlands gagnrýnir þetta orðalag forsætisráðherrans. „Það veldur gríðarlegum vonbrigðum að heyra forsætisráðherrann nota svo óábyrgt orðalag sem á endanum geri lítið úr mennsku flóttafólks. En ég vil ganga lengra og fullyrða að forsætisráðherrann hafi verið illa upplýstur,“ segir Musgrave. Hann hafi talað eins og allir þeir 200 þúsund flóttamenn sem komið hefðu yfir Miðjaraðrhafið undanfarin misseru væru nú í Calais í Frakklandi og stefndu til Bretlands. „Það er algerlega rangt. Samkvæmt mati erum við að tala um að í kringum 3.000 flóttamenn séu nú í Calais. Aðeins brot af þeim sem lagt hafa á Miðjarðarhafið og algert brotabrot af þeim fjölda flóttamanna sem Ítalir og Grikkir hafa tekið á móti,“ segir Musgrave. Þúsundir flóttamanna dvelja nú við slæman kost í Calais og sofa í kofaskriblum, tjöldum eða undir berum himni. Sumir þeirra hafa reynt að fara fótgangandi í gegnum Ermasundsgöngin og aðrir reyna að komast um borð í ferjur eða ýmist kaupa sér far eða smygla sér með flutningabílum. Musgrave segir að við þessar aðstæður ætti forsætisráðherrann að sýna stillingu og tala með ábyrgum hætti um mjög mikinn vanda hundruð þúsunda manna. „Hafandi í huga að það er skiljanlegt að fólki bregði við þær myndir sem berast frá svæðinu og sýndar eru í sjónvarpi. Þess vegna er svo mikilvægt að forsætisráðherrann bregðist ekki leiðtogahlutverki sínu og kyndi ekki undir ótta fólks,“ segir Musgrave. Evrópusambandið hefur nýlega samþykkt áætlun um að létta byrðunum af Ítölum og Grikkjum þangað sem gífurlegur fjöldi flóttamanna hefur flúið á undanförnum misserum. Íslensk stjórnvöld hafa m.a. ákveðið að taka á móti fimmtíu flóttamönnum í tengslum við þá áætlun á næstu tveimur árum. „Það sem við erum að horfa upp á eru einkenni þeirrar staðreyndar að heimurinn er nú í verstu flóttamannakreppu sinni frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Mikill meirihluti þeirra flóttamanna hefur í raun fengið skjól hjá sumum fátækustu ríkjum heims,“ segir Musgrave. Aðeins lítill hluti þeirra hætti lífi sínu með siglingu yfir Miðjarðarhaf í von um öryggi í Evrópu. „Og aðeins pínulítill hluti þeirra er síðan að reyna að komast til Bretlands. Við verðum að hafa í huga að Bretland hýsir aðeins um eitt prósent af flóttamönnum heimsins,“ segir framkvæmdastjóri Flóttamannaráðs Bretlands.
Flóttamenn Tengdar fréttir Cameron varar flóttamenn við því að koma Forsætisráðherra Bretlands segir Bretland ekki vera griðastað fyrir þá sem flýja þangað frá Frakklandi 31. júlí 2015 07:00 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Cameron varar flóttamenn við því að koma Forsætisráðherra Bretlands segir Bretland ekki vera griðastað fyrir þá sem flýja þangað frá Frakklandi 31. júlí 2015 07:00