Mikil eftirspurn þrýstir á áframhaldandi framleiðslu Defender Finnur Thorlacius skrifar 21. júlí 2015 15:08 Land Rover Defender af lengri gerð. Jaguar Land Rover keppist nú við að framleiða uppí sívaxandi pantanir á hinum fornfræga Land Rover Defender, en meiningin var að hætta framleiðslu hans í enda þessa árs. Land Rover nær ekki að framleiða uppí þær pantanir sem þegar hafa borist í bílinn á þessu ári og því mun framleiðslan standa út janúar og ef til vill febrúar líka á næsta ári. Á síðasta ári seldi Land Rover 17.781 bíla en á fyrri helmingi þessa árs er salan orðin 11.511 bílar og hefur vaxið um heil 40% í Evrópu og 25% í heimalandinu Bretlandi. Arftaki Defender jeppans kemur ekki fyrr en árið 2018 og því verður engu að síður langt framleiðslubil á þessum sterka torfærubíl. Svo gæti farið að hann verði framleiddur í Slóvakíu þar sem framleiðslukostnaður er mun lægri en í Solihull í Bretlandi og hafa áætlanir Land Rover verið gagnrýndar í Bretlandi. Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent
Jaguar Land Rover keppist nú við að framleiða uppí sívaxandi pantanir á hinum fornfræga Land Rover Defender, en meiningin var að hætta framleiðslu hans í enda þessa árs. Land Rover nær ekki að framleiða uppí þær pantanir sem þegar hafa borist í bílinn á þessu ári og því mun framleiðslan standa út janúar og ef til vill febrúar líka á næsta ári. Á síðasta ári seldi Land Rover 17.781 bíla en á fyrri helmingi þessa árs er salan orðin 11.511 bílar og hefur vaxið um heil 40% í Evrópu og 25% í heimalandinu Bretlandi. Arftaki Defender jeppans kemur ekki fyrr en árið 2018 og því verður engu að síður langt framleiðslubil á þessum sterka torfærubíl. Svo gæti farið að hann verði framleiddur í Slóvakíu þar sem framleiðslukostnaður er mun lægri en í Solihull í Bretlandi og hafa áætlanir Land Rover verið gagnrýndar í Bretlandi.
Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent