Bíllaus dagur í Stokkhólmi Finnur Thorlacius skrifar 22. júlí 2015 09:25 Bíllaus dagur verður víða í borgum Evrópu þann 19. september. Ríflega 200 smærri borgir í Evrópu ætla að hafa bíllausan dag þann 19. september næstkomandi. Þá verða bílar bannaðir í miðbæjum borganna og er sænska höfuðborgin Stokkhólmur á meðal þessara borga. Borgaryfirvöld í Stokkhólmi segja að miðbær borgarinnar sé svo vel sniðinn að gangandi og hjólandi vegfarendum að áhrif bílabannsins verði ekki svo mikil og almenningssamgöngur svo góðar að allir munu komast leiðar sinnar án vandræða. Þar ganga strætisvagnar allan sólarhringinn og flestir þeirra aka á endurnýjanlegri orku. Borgaryfirvöld í Stokkhólmi segja ennfremur að vegfarendur muni sjá á ánægjulegan hátt hvernig þessi fallega borg lítur út án bíla á þessum tiltekna degi og það muni koma íbúum á óvart hversu auðveld þessi breyting verður og ánægjuleg. Meðal annarra borga sem valið hafa þennan dag til bíllausrar umferðar eru Lissabon í Portúgal og Búdapest í Ungverjalandi. Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent
Ríflega 200 smærri borgir í Evrópu ætla að hafa bíllausan dag þann 19. september næstkomandi. Þá verða bílar bannaðir í miðbæjum borganna og er sænska höfuðborgin Stokkhólmur á meðal þessara borga. Borgaryfirvöld í Stokkhólmi segja að miðbær borgarinnar sé svo vel sniðinn að gangandi og hjólandi vegfarendum að áhrif bílabannsins verði ekki svo mikil og almenningssamgöngur svo góðar að allir munu komast leiðar sinnar án vandræða. Þar ganga strætisvagnar allan sólarhringinn og flestir þeirra aka á endurnýjanlegri orku. Borgaryfirvöld í Stokkhólmi segja ennfremur að vegfarendur muni sjá á ánægjulegan hátt hvernig þessi fallega borg lítur út án bíla á þessum tiltekna degi og það muni koma íbúum á óvart hversu auðveld þessi breyting verður og ánægjuleg. Meðal annarra borga sem valið hafa þennan dag til bíllausrar umferðar eru Lissabon í Portúgal og Búdapest í Ungverjalandi.
Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent