Nýr Hyundai iX35 Finnur Thorlacius skrifar 22. júlí 2015 12:46 Hyundai iX35. er orðinn ansi laglegur bíll. Ný kynslóð Hyundai iX35 er á leiðinni á markað og stutt er í að hann komi til sölu í BL hér á landi. Þetta er þriðja kynslóð jepplingsins, en sú fyrsta kom árið 2004 og önnur kynslóð 2009 og hefur hann því verið í sölu í 6 ár. Þessi bílgerð ber nafnið Hyundai Tucson í Bandaríkjunum. Miklar og jákvæðar útlitsbreytingar eru á bílnum og hann fær nú nýja 175 forþjöppudrifna bensínvél sem skilar öllu afli sínu frá 1.500 til 4.500 snúningum. Hún er víst afar hljóðlát, en bílablaðamenn í Bandaríkjunum hafa dásamað vélina ekki síst fyrir það. Hægt verður að fá bílinn bæði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi og stilla má fjórhjóladrifið á þann hátt að aflið fari til jafns á báða öxla bílsins. Hyundai iX35 kemur nú með breyttri og bættri fjöðrun og stærri dempurum frá þýska framleiðandanum Sachs. Bíllinn hefur fengið mun hærra hlutfall (51%) hástyrktarstáls og fyrir vikið hefur hann lést mikið og stífleikinn aukist um 48%. Bíllinn fær ágæta dóma við prófanir og þykir betri en bæði Honda CR-V og Ford Escape en nær þó ekki aksturseiginleikum hins leiðandi bíls í þessum flokki, Mazda CX-5. Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent
Ný kynslóð Hyundai iX35 er á leiðinni á markað og stutt er í að hann komi til sölu í BL hér á landi. Þetta er þriðja kynslóð jepplingsins, en sú fyrsta kom árið 2004 og önnur kynslóð 2009 og hefur hann því verið í sölu í 6 ár. Þessi bílgerð ber nafnið Hyundai Tucson í Bandaríkjunum. Miklar og jákvæðar útlitsbreytingar eru á bílnum og hann fær nú nýja 175 forþjöppudrifna bensínvél sem skilar öllu afli sínu frá 1.500 til 4.500 snúningum. Hún er víst afar hljóðlát, en bílablaðamenn í Bandaríkjunum hafa dásamað vélina ekki síst fyrir það. Hægt verður að fá bílinn bæði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi og stilla má fjórhjóladrifið á þann hátt að aflið fari til jafns á báða öxla bílsins. Hyundai iX35 kemur nú með breyttri og bættri fjöðrun og stærri dempurum frá þýska framleiðandanum Sachs. Bíllinn hefur fengið mun hærra hlutfall (51%) hástyrktarstáls og fyrir vikið hefur hann lést mikið og stífleikinn aukist um 48%. Bíllinn fær ágæta dóma við prófanir og þykir betri en bæði Honda CR-V og Ford Escape en nær þó ekki aksturseiginleikum hins leiðandi bíls í þessum flokki, Mazda CX-5.
Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent