Kynnir Porsche rafmagnsbíl í Frankfurt? Finnur Thorlacius skrifar 22. júlí 2015 16:39 Margir vilja hafa þetta merki á húddinu hjá sér. Það hvílir ávallt mikil leynd yfir nýjum bílgerðum Porsche, enda koma þær ekki fram svo oft en allar seljast þær vel. Nú undanfarin ár hefur verið ýjað að því að Porsche ætli að framleiða samkeppnisbíl BMW 5, Audi A6 og Mercedes Benz E-Class, en aðrir hafa talað um að komið sé að hreinræktuðum rafmagnsbíl sem keppa ætti við Tesla Model S. Nú virðast sögusagnirnar helst snúast um að Porsche muni kynna nýjan bíl á bílasýningunni í Frankfurt í haust og að hann verði fremur smávaxinn rafmagnsbíll með tveimur rafmótorum, fjórhjólastýringu, 108 aðskildum rafhlöðum og komist 500 km á hverri hleðslu. Hvað sem gerist á bílasýningunni í Frankfurt mun það vekja mikla athygli ef Porsche kynnir þar nýjan framleiðslubíl. Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent
Það hvílir ávallt mikil leynd yfir nýjum bílgerðum Porsche, enda koma þær ekki fram svo oft en allar seljast þær vel. Nú undanfarin ár hefur verið ýjað að því að Porsche ætli að framleiða samkeppnisbíl BMW 5, Audi A6 og Mercedes Benz E-Class, en aðrir hafa talað um að komið sé að hreinræktuðum rafmagnsbíl sem keppa ætti við Tesla Model S. Nú virðast sögusagnirnar helst snúast um að Porsche muni kynna nýjan bíl á bílasýningunni í Frankfurt í haust og að hann verði fremur smávaxinn rafmagnsbíll með tveimur rafmótorum, fjórhjólastýringu, 108 aðskildum rafhlöðum og komist 500 km á hverri hleðslu. Hvað sem gerist á bílasýningunni í Frankfurt mun það vekja mikla athygli ef Porsche kynnir þar nýjan framleiðslubíl.
Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent