Fella niður tolla á upplýsingatæknivöruflokkum Atli Ísleifsson skrifar 24. júlí 2015 16:20 Höfuðstöðvar WTO í Genf. Vísir/Getty Samkomulag náðist í dag á milli tæplega fimmtíu þátttökuríkja Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar WTO í viðræðum um útvíkkun svokallaðs upplýsingatæknivörusamnings (ITA-samningsins) um niðurfellingu tolla á rúmlega tvö hundruð upplýsingatæknivöruflokkum.Í frétt á vef fastanefndar Íslands í Genf segir að aðilar að samkomulaginu séu meðal annars ESB, Bandaríkin, Kína, Kanada, Japan, Sviss, Noregur auk Íslands. Samningurinn er fyrsti samningur sem tengist WTO í átján ár sem fjallar um tollaniðurfellingar. „Stefnt er að því að samningurinn taki gildi 1. júlí 2016 og falla tollar strax niður í langflestum vöruflokkunum en fyrir sumar vörur verða tollaniðurfellingar í fjórum áfangum til ársins 2019 þegar samningurinn kemst að fullu til framkvæmda. Á árunum 2012 og 2013 fluttu íslensk fyrirtæki út vörur, s.s. rafeindavogir, röntgentæki og ýmis fjarskiptatæki, að verðmæti samtals 9 milljarða ISK sem njóta munu tollfríðinda samkvæmt samningnum,“ segir í fréttinni. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Samkomulag náðist í dag á milli tæplega fimmtíu þátttökuríkja Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar WTO í viðræðum um útvíkkun svokallaðs upplýsingatæknivörusamnings (ITA-samningsins) um niðurfellingu tolla á rúmlega tvö hundruð upplýsingatæknivöruflokkum.Í frétt á vef fastanefndar Íslands í Genf segir að aðilar að samkomulaginu séu meðal annars ESB, Bandaríkin, Kína, Kanada, Japan, Sviss, Noregur auk Íslands. Samningurinn er fyrsti samningur sem tengist WTO í átján ár sem fjallar um tollaniðurfellingar. „Stefnt er að því að samningurinn taki gildi 1. júlí 2016 og falla tollar strax niður í langflestum vöruflokkunum en fyrir sumar vörur verða tollaniðurfellingar í fjórum áfangum til ársins 2019 þegar samningurinn kemst að fullu til framkvæmda. Á árunum 2012 og 2013 fluttu íslensk fyrirtæki út vörur, s.s. rafeindavogir, röntgentæki og ýmis fjarskiptatæki, að verðmæti samtals 9 milljarða ISK sem njóta munu tollfríðinda samkvæmt samningnum,“ segir í fréttinni.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira