Lyfti bíl með handafli af hjólreiðastíg Finnur Thorlacius skrifar 29. júlí 2015 09:23 Hjólreiðamanni einum á Spáni ofbauð svo aðfarir eins bíleigenda sem hafði lagt bíl sínum á miðjum hjólreiðastíg að hann gerði sér lítið fyrir og fjarlægði bílinn með handafli. Þetta gerði hann í vitna viðurvist og einn vegfarandi náði myndum af atvikinu, sem hér sést. Þetta verk er greinilega ekki fyrir hvern sem er, en hjólreiðamaðurinn er nokkuð mikill vexti og hefur greinilega varið dögunum talsvert í lyftingasölum. Hann tók einfaldlega undir bílinn að aftan og lyfti honum í þremurur áföngum af stígnum við mikla kátínu vegfarenda eins og heyrist svo vel í myndskeiðinu hér að ofan. Vonandi hefur bíleigandinn lært sína lexíu. Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent
Hjólreiðamanni einum á Spáni ofbauð svo aðfarir eins bíleigenda sem hafði lagt bíl sínum á miðjum hjólreiðastíg að hann gerði sér lítið fyrir og fjarlægði bílinn með handafli. Þetta gerði hann í vitna viðurvist og einn vegfarandi náði myndum af atvikinu, sem hér sést. Þetta verk er greinilega ekki fyrir hvern sem er, en hjólreiðamaðurinn er nokkuð mikill vexti og hefur greinilega varið dögunum talsvert í lyftingasölum. Hann tók einfaldlega undir bílinn að aftan og lyfti honum í þremurur áföngum af stígnum við mikla kátínu vegfarenda eins og heyrist svo vel í myndskeiðinu hér að ofan. Vonandi hefur bíleigandinn lært sína lexíu.
Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent