Tsipras skorar á Grikki að fella tilboð lánadrottna Heimir Már Pétursson skrifar 1. júlí 2015 18:50 Forsætisráðherra Grikklands skorar á þjóðina að fella tilboð lánadrottna í þjóðaratkvæðagreiðslu næst komandi sunnudag. Ræðismaður Íslands segir hins vegar tvær grímur farnar að falla á grískan almenning sem ekki sé vanur að ráða málum sínum sjálfur. Alexis Tsipras tók stóra áhættu með því að senda síðasta tilboð lánadrottna gríska ríkisins í þjóðaratkvæðagreiðslu. Áhyggjufullir lífeyrisþegar stormuðu í bankana í dag sem voru opnir eingöngu fyrir þá til að leysa út lífeyri sinn. Margir óttast að nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni flæmi Grikki út úr evrusvæðinu. „Þjóðaratkvæðagreiðslan á sunnudag hefur ekkert með veru Grikklands á evrusvæðinu að gera. Það er algerlega á hreinu og það ætti enginn að velkjast í vafa um það,“ sagði Tsipras í ávarpi til þjóðarinnar í dag. Yannis Lyberopoulus, ræðismaður Íslands í Grikklandi, segir að í fyrstu hafi fólk verið einhuga að kjósa eftir vilja forsætisráðherrans og fella tilboð lánadrottna í þjóðaratkvæðagreiðslunni á sunnudag. Það sé þó að breytast og þeim fjölgi sem ætli að segja já. Grikkir séu hins vegar ekki vanir þjóðaratkvæðagreiðslum enda er þetta sú fyrsta í 41 ár. „Núna allt í einu þarf fólk að upplýsa sig, hvað á að gera og taka ákvarðanir sjálfir. Það er eitthvað sem Grikkir eru ekki vanir að gera. Þannig að það verður mjög erfitt fyrir fólk að kjósa. Fólk veit ekki með hverju það á að greiða atkvæði. Hvort það á að segja nei eða já. Hvað er best fyrir ríkið, hvað er best fyrir það sjálft,“ segir Lyberopoulus. „Persónulega reiknaði ég aldrei með að lýðræðisleg Evrópa hefði ekki skilning á því að gefa þyrfti Grikkjum tíma og ráðrúm til að ákveða framtíð sína. En framganga öfgafullra íhaldsafla hefur kæft banka landsins og það er augljóst að markmið þeirra er að heimfæra fjárkúgun þeirra yfir á allan almenning í landinu,” sagði Tsipras í ávarpi sínu í dag. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að samskiptum leiðtoga Evrópusambandsríkjanna og Tsipras hafi ekki verið spillt til frambúðar. Hún og Francois Hollande Frakklandsforseti vilja halda Grikkjum innan evrusvæðisins. „Það er skylda okkar að tryggja að Grikkir verði áfram á evrusvæðinu. Það ræðst af Grikklandi sjálfu og ekki hvað síst niðurstöðunni í þjóðaratkvæðagreiðslunni. En þetta ræðst líka af okkur, okkur öllum. Sem Evrópumaður vil ég ekki sjá evrusvæðið liðast í sundur. Ég er ekki gefinn fyrir óafturkræfar yfirlýsingar og harðneskjulegar sviftingar,“ sagði Francois Hollande Frakklandsforseti í dag. Grikkland Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Sjá meira
Forsætisráðherra Grikklands skorar á þjóðina að fella tilboð lánadrottna í þjóðaratkvæðagreiðslu næst komandi sunnudag. Ræðismaður Íslands segir hins vegar tvær grímur farnar að falla á grískan almenning sem ekki sé vanur að ráða málum sínum sjálfur. Alexis Tsipras tók stóra áhættu með því að senda síðasta tilboð lánadrottna gríska ríkisins í þjóðaratkvæðagreiðslu. Áhyggjufullir lífeyrisþegar stormuðu í bankana í dag sem voru opnir eingöngu fyrir þá til að leysa út lífeyri sinn. Margir óttast að nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni flæmi Grikki út úr evrusvæðinu. „Þjóðaratkvæðagreiðslan á sunnudag hefur ekkert með veru Grikklands á evrusvæðinu að gera. Það er algerlega á hreinu og það ætti enginn að velkjast í vafa um það,“ sagði Tsipras í ávarpi til þjóðarinnar í dag. Yannis Lyberopoulus, ræðismaður Íslands í Grikklandi, segir að í fyrstu hafi fólk verið einhuga að kjósa eftir vilja forsætisráðherrans og fella tilboð lánadrottna í þjóðaratkvæðagreiðslunni á sunnudag. Það sé þó að breytast og þeim fjölgi sem ætli að segja já. Grikkir séu hins vegar ekki vanir þjóðaratkvæðagreiðslum enda er þetta sú fyrsta í 41 ár. „Núna allt í einu þarf fólk að upplýsa sig, hvað á að gera og taka ákvarðanir sjálfir. Það er eitthvað sem Grikkir eru ekki vanir að gera. Þannig að það verður mjög erfitt fyrir fólk að kjósa. Fólk veit ekki með hverju það á að greiða atkvæði. Hvort það á að segja nei eða já. Hvað er best fyrir ríkið, hvað er best fyrir það sjálft,“ segir Lyberopoulus. „Persónulega reiknaði ég aldrei með að lýðræðisleg Evrópa hefði ekki skilning á því að gefa þyrfti Grikkjum tíma og ráðrúm til að ákveða framtíð sína. En framganga öfgafullra íhaldsafla hefur kæft banka landsins og það er augljóst að markmið þeirra er að heimfæra fjárkúgun þeirra yfir á allan almenning í landinu,” sagði Tsipras í ávarpi sínu í dag. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að samskiptum leiðtoga Evrópusambandsríkjanna og Tsipras hafi ekki verið spillt til frambúðar. Hún og Francois Hollande Frakklandsforseti vilja halda Grikkjum innan evrusvæðisins. „Það er skylda okkar að tryggja að Grikkir verði áfram á evrusvæðinu. Það ræðst af Grikklandi sjálfu og ekki hvað síst niðurstöðunni í þjóðaratkvæðagreiðslunni. En þetta ræðst líka af okkur, okkur öllum. Sem Evrópumaður vil ég ekki sjá evrusvæðið liðast í sundur. Ég er ekki gefinn fyrir óafturkræfar yfirlýsingar og harðneskjulegar sviftingar,“ sagði Francois Hollande Frakklandsforseti í dag.
Grikkland Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Sjá meira