Bílasala í Þýskalandi jókst um 13% í júní Finnur Thorlacius skrifar 2. júlí 2015 14:30 Volkswagen Golf er söluhæsta bílgerðin í Evrópu. Í flestum stærri landa Evrópu jókst bílasala verulega í síðasta mánuði. Hún jókst um 13% í bílalandinu Þýskalandi, um 14% á Ítalíu, 15% í Frakklandi og heil 24% á Spáni. Hafa skal í huga að í flestum landa álfunnar voru 2 fleiri söludagar í ár en í fyrra. Í Þýskalandi seldust 313.600 bílar og með þessum góða júní-mánuði hefur salan þar á árinu vaxið um 5% og heildarsalan 1,62 milljón bílar. Gott efnahagsástand er nú í Þýskalandi, lítið atvinnuleysi, lágir vextir og mikil einkaneysla. Atvinnuleysi minnkaði níunda mánuðinn í röð. Þrátt fyrir þessa góðu bílasölu það sem af er ári er ekki spáð nema 2% vexti í sölu á árinu öllu og þykir mörgum það æði svartsýn spá. Í maí var salan 7% minni en í fyrra en í maí voru 2 færri söludagar en í fyrra. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent
Í flestum stærri landa Evrópu jókst bílasala verulega í síðasta mánuði. Hún jókst um 13% í bílalandinu Þýskalandi, um 14% á Ítalíu, 15% í Frakklandi og heil 24% á Spáni. Hafa skal í huga að í flestum landa álfunnar voru 2 fleiri söludagar í ár en í fyrra. Í Þýskalandi seldust 313.600 bílar og með þessum góða júní-mánuði hefur salan þar á árinu vaxið um 5% og heildarsalan 1,62 milljón bílar. Gott efnahagsástand er nú í Þýskalandi, lítið atvinnuleysi, lágir vextir og mikil einkaneysla. Atvinnuleysi minnkaði níunda mánuðinn í röð. Þrátt fyrir þessa góðu bílasölu það sem af er ári er ekki spáð nema 2% vexti í sölu á árinu öllu og þykir mörgum það æði svartsýn spá. Í maí var salan 7% minni en í fyrra en í maí voru 2 færri söludagar en í fyrra.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent