Danny Lee sigraði eftir dramatískan lokahring á Greenbrier Kári Örn Hinriksson skrifar 5. júlí 2015 22:34 Danny Lee á lokahringnum. Getty. Lokahringuinn á Greenbrier Classic í kvöld var gríðarlega spennandi en hann endaði með því að fjórir kylfingar þuftu að fara í bráðabana um sigurinn.David Hearn, Kevin Kishner, Danny Lee og Robert Streb léku hringina fjóra á hinum aldargamla Old White TPC velli á 13 höggum undir pari og því þurfti að grípa til bráðabana á 18. holu sem er 160 metra par þrjú hola. Hearn og Lee fengu fugl á fyrstu holu í bráðabana og því þurfti að leika hina par fimm 17. holu. Þar fékk Hearn skolla en Lee par og því sigraði þessi 24 ára kylfingur frá Nýja-Sjálandi á sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni.Bubba Watson sem sigraði á mótinu í fyrra átti góða titilvörn en endaði jafn í 13. sæti á tíu höggum undir pari, þremur frá efsta sætinu. Þá var Tiger Woods á meðal þátttakenda en hann sýndi oft á tíðum góða takta og lék meðal annars lokahringinn á 67 höggum án þess að fá einn einasta skolla. Hann endaði í 32. sæti á sjö höggum undir pari og virðist aðeins vera að rétta úr kútnum eftir hræðilega byrjun á árinu. Fyrir sigurinn fékk Danny Lee rúmlega 130 milljónir í verðlaunafé ásamt þátttökurétt á PGA-mótaröðinni í tvö ár. Golf Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Lokahringuinn á Greenbrier Classic í kvöld var gríðarlega spennandi en hann endaði með því að fjórir kylfingar þuftu að fara í bráðabana um sigurinn.David Hearn, Kevin Kishner, Danny Lee og Robert Streb léku hringina fjóra á hinum aldargamla Old White TPC velli á 13 höggum undir pari og því þurfti að grípa til bráðabana á 18. holu sem er 160 metra par þrjú hola. Hearn og Lee fengu fugl á fyrstu holu í bráðabana og því þurfti að leika hina par fimm 17. holu. Þar fékk Hearn skolla en Lee par og því sigraði þessi 24 ára kylfingur frá Nýja-Sjálandi á sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni.Bubba Watson sem sigraði á mótinu í fyrra átti góða titilvörn en endaði jafn í 13. sæti á tíu höggum undir pari, þremur frá efsta sætinu. Þá var Tiger Woods á meðal þátttakenda en hann sýndi oft á tíðum góða takta og lék meðal annars lokahringinn á 67 höggum án þess að fá einn einasta skolla. Hann endaði í 32. sæti á sjö höggum undir pari og virðist aðeins vera að rétta úr kútnum eftir hræðilega byrjun á árinu. Fyrir sigurinn fékk Danny Lee rúmlega 130 milljónir í verðlaunafé ásamt þátttökurétt á PGA-mótaröðinni í tvö ár.
Golf Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira