Camaro með blæju Finnur Thorlacius skrifar 7. júlí 2015 10:30 Blæjuútfærsla Chevrolet Camaro. Í maí síðastliðnum kynnti Chevrolet nýja kynslóð hins goðsagnarkennda Camaro sportbíls. Nú er komið að topplausri gerð bílsins og ekki er hægt að segja annað en bíllinn sé talsvert fyrir augað. Chevrolet hafði áður kynnt coupe gerð Camaro á Belle Isle í Detroit og þessi blæjugerð Camaro fær svo til alveg sama útlit og hefur það kætt þá sem séð hafa. Chevrolet Camaro var til með blæju af síðustu kynslóð, en talsverðar breytingar hafa verið gerðar til góðs. Meðal annars má nú reisa og fella blæjuna á 50 km hraða og það alveg sjálfvirkt. Einnig má fella hana eða reisa með takka í bíllyklinum. Þá hefur efnisnotkun blæjunnar batnað og ætti nú ekki að heyrast neitt í henni á ferð, en það vildi loða við síðasta blæjubíl. Nýja kynslóð Camaro er um hundrað kílóum léttari en sú fyrri og það sama á við blæjubílinn. Vélarkostirnir eru þeir sömu og í hefðbundnum Camaro, þ.e. 4 strokka forþjöppuvél, 3,6 lítra V6 og 6,2 lítra V8 vél og velja má milli 6 gíra beinskiptingar og 8 gíra sjálfskiptingar. Camaro með blæju mun koma á markað í byrjun næsta árs. Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent
Í maí síðastliðnum kynnti Chevrolet nýja kynslóð hins goðsagnarkennda Camaro sportbíls. Nú er komið að topplausri gerð bílsins og ekki er hægt að segja annað en bíllinn sé talsvert fyrir augað. Chevrolet hafði áður kynnt coupe gerð Camaro á Belle Isle í Detroit og þessi blæjugerð Camaro fær svo til alveg sama útlit og hefur það kætt þá sem séð hafa. Chevrolet Camaro var til með blæju af síðustu kynslóð, en talsverðar breytingar hafa verið gerðar til góðs. Meðal annars má nú reisa og fella blæjuna á 50 km hraða og það alveg sjálfvirkt. Einnig má fella hana eða reisa með takka í bíllyklinum. Þá hefur efnisnotkun blæjunnar batnað og ætti nú ekki að heyrast neitt í henni á ferð, en það vildi loða við síðasta blæjubíl. Nýja kynslóð Camaro er um hundrað kílóum léttari en sú fyrri og það sama á við blæjubílinn. Vélarkostirnir eru þeir sömu og í hefðbundnum Camaro, þ.e. 4 strokka forþjöppuvél, 3,6 lítra V6 og 6,2 lítra V8 vél og velja má milli 6 gíra beinskiptingar og 8 gíra sjálfskiptingar. Camaro með blæju mun koma á markað í byrjun næsta árs.
Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent