Þrenna hjá Porsche Finnur Thorlacius skrifar 22. júní 2015 12:07 Bílar Porsche falla eigendum sínum greinilega afar vel í geð. Í þriðja skipti í röð trónir Porsche á toppi lista sem byggir á heildarmati bandarískra bíleigenda, líkt og árin 2013 og 2014. Að rannsókninni stendur, sem fyrr, eitt virtasta markaðsrannsóknarfyrirtæki Bandaríkjanna, J.D. Power and Associates. “Velgengni Porsche byggir alfarið á ánægju kaupendanna,” segir Matthias Müller, í framkvæmdastjórn Porsche AG. “Við lítum á þessar viðurkenningar sem staðfestingu á því að okkar markvissa þróunarvinna og ströngu gæða- og hönnunarstaðlar eru að skila sér í einstakri akstursupplifun og – ánægju hjá eigendum Porsche.” Sem dæmi er Porsche 911 sportbíllinn að landa þessari viðurkenningu í fjórða skipti í röð. Boxster toppar í þriðja skipti í sínum flokki og Porsche Macan sportjeppinn tekur fyrsta sætið í sínum flokki í sinni fyrstu tilraun. Glæsilegur árangur Cayenne sportjeppans og glæsikerrunnar Panamera Gran Turismo gera það að verkum að Porsche landar 5 verðlaunasætum í þremur flokkum. Til grundvallar valinu á hverju ári liggur langtíma áreiðanleikarannsókn, sem snýst um að gera úttekt á gæðum bíla á Bandaríkjamarkaði og hefur verið framkvæmd árlega, samfellt í 29 ár, af J.D. Power and Associates. Niðurstaðan nú byggir á reynslu tug þúsunda bandarískra bíleigenda sem átt hafa 2015 árgerðir af Porsche á tímabilinu frá febrúarmánuði og út maí. Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent
Í þriðja skipti í röð trónir Porsche á toppi lista sem byggir á heildarmati bandarískra bíleigenda, líkt og árin 2013 og 2014. Að rannsókninni stendur, sem fyrr, eitt virtasta markaðsrannsóknarfyrirtæki Bandaríkjanna, J.D. Power and Associates. “Velgengni Porsche byggir alfarið á ánægju kaupendanna,” segir Matthias Müller, í framkvæmdastjórn Porsche AG. “Við lítum á þessar viðurkenningar sem staðfestingu á því að okkar markvissa þróunarvinna og ströngu gæða- og hönnunarstaðlar eru að skila sér í einstakri akstursupplifun og – ánægju hjá eigendum Porsche.” Sem dæmi er Porsche 911 sportbíllinn að landa þessari viðurkenningu í fjórða skipti í röð. Boxster toppar í þriðja skipti í sínum flokki og Porsche Macan sportjeppinn tekur fyrsta sætið í sínum flokki í sinni fyrstu tilraun. Glæsilegur árangur Cayenne sportjeppans og glæsikerrunnar Panamera Gran Turismo gera það að verkum að Porsche landar 5 verðlaunasætum í þremur flokkum. Til grundvallar valinu á hverju ári liggur langtíma áreiðanleikarannsókn, sem snýst um að gera úttekt á gæðum bíla á Bandaríkjamarkaði og hefur verið framkvæmd árlega, samfellt í 29 ár, af J.D. Power and Associates. Niðurstaðan nú byggir á reynslu tug þúsunda bandarískra bíleigenda sem átt hafa 2015 árgerðir af Porsche á tímabilinu frá febrúarmánuði og út maí.
Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent