Úlfar: Strákarnir ætla að endurheimta sæti sitt í fyrstu deild Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júní 2015 19:00 Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari í golfi, kynnti á blaðamannafundi í dag landsliðin sem keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumóti landsliðs í Póllandi í næsta mánuði. „alið er alltaf erfitt. Samkeppnin er mikil og hún er að aukast sem er jákvætt,“ sagði Úlfar í samtali við íþróttadeild í dag. „Það voru svona átta til níu sem gerðu tilkall til sætanna sex í hverju liði. Þau komu alveg til greina fram að síðasta móti.“ Landsliðsþjálfarinn vill að karlaliðið komist aftur upp um deild. „Karlalandsliðið er að fara að endurheimta sæti sitt í 1. deild. Þeir þurfa að enda á meðal þriggja efstu og ég hef fulla trú á því að það gerist. Þarna keppa tíu lið og ég tel okkur vera með eitt af þremur bestu liðunum,“ sagði Úlfar, en það verður ekki auðvelt. „Þetta er öðruvísi fyrirkomulag núna. Fyrst er leikinn höggleikur og svo holukeppni og tvær umferðir á dag. Menn vita að það getur allt gerst í holukeppninni.“ Völlurinn sem keppt er á í Póllandi er sá næst lengsti í Evrópu. Hann er 7.100 metrar. Lengsti völlurinn á Íslandi af öftustu teigum er ekki nema 6.100 metrar. „Þeir eru allir vanir löngum völlum eins og t.a.m. í háskólagolfinu. Þar eru vellirnir um 6.600-6.700 metrar,“ sagði Úlfar, sem er ánægður með framfarir í golfinu á undanförnum árum. „Við höfum sýnt fram á það að við erum að bæta okkur heilmikið en samkeppnin er alltaf að aukast. Hinar þjóðirnar eru líka að bæta sig. Við þurfum bara að halda áfram að bæta okkur og bæta aðstöðuna því efniviðurinn er til staðar. Við þurfum að halda áfram að hvetja okkar fólk til að leggja hart að sér,“ sagði Úlfar Jónsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Golf Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari í golfi, kynnti á blaðamannafundi í dag landsliðin sem keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumóti landsliðs í Póllandi í næsta mánuði. „alið er alltaf erfitt. Samkeppnin er mikil og hún er að aukast sem er jákvætt,“ sagði Úlfar í samtali við íþróttadeild í dag. „Það voru svona átta til níu sem gerðu tilkall til sætanna sex í hverju liði. Þau komu alveg til greina fram að síðasta móti.“ Landsliðsþjálfarinn vill að karlaliðið komist aftur upp um deild. „Karlalandsliðið er að fara að endurheimta sæti sitt í 1. deild. Þeir þurfa að enda á meðal þriggja efstu og ég hef fulla trú á því að það gerist. Þarna keppa tíu lið og ég tel okkur vera með eitt af þremur bestu liðunum,“ sagði Úlfar, en það verður ekki auðvelt. „Þetta er öðruvísi fyrirkomulag núna. Fyrst er leikinn höggleikur og svo holukeppni og tvær umferðir á dag. Menn vita að það getur allt gerst í holukeppninni.“ Völlurinn sem keppt er á í Póllandi er sá næst lengsti í Evrópu. Hann er 7.100 metrar. Lengsti völlurinn á Íslandi af öftustu teigum er ekki nema 6.100 metrar. „Þeir eru allir vanir löngum völlum eins og t.a.m. í háskólagolfinu. Þar eru vellirnir um 6.600-6.700 metrar,“ sagði Úlfar, sem er ánægður með framfarir í golfinu á undanförnum árum. „Við höfum sýnt fram á það að við erum að bæta okkur heilmikið en samkeppnin er alltaf að aukast. Hinar þjóðirnar eru líka að bæta sig. Við þurfum bara að halda áfram að bæta okkur og bæta aðstöðuna því efniviðurinn er til staðar. Við þurfum að halda áfram að hvetja okkar fólk til að leggja hart að sér,“ sagði Úlfar Jónsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Golf Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira