Bottas í stað Räikkonen hjá Ferrari? Finnur Thorlacius skrifar 26. júní 2015 14:58 Kvisast hefur út að Formúlu 1 lið Ferrari hyggist skipta út Kimi Räikkonen fyrir Valtteri Bottas, sem nú er hjá Williams liðinu. Räikkonen hefur ekki gengið sem best hjá Ferrari síðan hann var fenginn til liðsins. Þar á undan hafði Räikkonen gengið frábærlega hjá Lotus og hafði hann skilað liðinu þriðja og fimmta sæti ökumanna í Formúlu 1 tvö árin á undan. Räikkonen kláraði síðasta tímabil fyrir Ferrari í 12. sæti ökumanna, heilum 106 stigum á eftir liðsfélaga sínum Fernando Alonso. Í ár hefur Räikkonen gengi mun skár og er í fjórða sæti ökumanna, en hefur samt aðeins einu sinni náð á pall á tímabilinu. Valtteri Bottas er finni eins og Räikkonen, en nokkru yngri að árum. Heyrst hefur að Ferrari hafi þegar gert Williams liðinu tilboð í Bottas en hann er samningsbundinn því líka á næsta ári. Því mun Ferrari örugglega þurfa að kaupa þann samning upp á fullu verði, ef þá á annað borð verður samið. Ferrari á víst að hafa nú þegar boðið 4,4 milljónir dollara í Bottas, en sömu sögur segja að Williams vilji fjórfalda þá upphæð. Ef Bottas fer til Ferrari er talið líklegt að Willimas geti hugsað sér að láta Nico Hulkenberg taka sæti hans. Það er semsagt ennþá „silly season“ í gangi í Formúlu 1 í ár. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent
Kvisast hefur út að Formúlu 1 lið Ferrari hyggist skipta út Kimi Räikkonen fyrir Valtteri Bottas, sem nú er hjá Williams liðinu. Räikkonen hefur ekki gengið sem best hjá Ferrari síðan hann var fenginn til liðsins. Þar á undan hafði Räikkonen gengið frábærlega hjá Lotus og hafði hann skilað liðinu þriðja og fimmta sæti ökumanna í Formúlu 1 tvö árin á undan. Räikkonen kláraði síðasta tímabil fyrir Ferrari í 12. sæti ökumanna, heilum 106 stigum á eftir liðsfélaga sínum Fernando Alonso. Í ár hefur Räikkonen gengi mun skár og er í fjórða sæti ökumanna, en hefur samt aðeins einu sinni náð á pall á tímabilinu. Valtteri Bottas er finni eins og Räikkonen, en nokkru yngri að árum. Heyrst hefur að Ferrari hafi þegar gert Williams liðinu tilboð í Bottas en hann er samningsbundinn því líka á næsta ári. Því mun Ferrari örugglega þurfa að kaupa þann samning upp á fullu verði, ef þá á annað borð verður samið. Ferrari á víst að hafa nú þegar boðið 4,4 milljónir dollara í Bottas, en sömu sögur segja að Williams vilji fjórfalda þá upphæð. Ef Bottas fer til Ferrari er talið líklegt að Willimas geti hugsað sér að láta Nico Hulkenberg taka sæti hans. Það er semsagt ennþá „silly season“ í gangi í Formúlu 1 í ár.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent