Volkswagen mun framleiða röð ódýrra bíla í Kína Finnur Thorlacius skrifar 29. júní 2015 11:27 Martin Winterkorn forstjóri Volkswagen. Í viðtali við þýskt dagblað lét forstjóri Volkswagen, Martin Winterkorn, hafa eftir sér um helgina að fyrirtækið áformaði að framleiða röð ódýrra bíla í Kína. Bílar þessir eiga að kosta 8.000-11.000 evrur, eða frá 1,2 til 1,6 milljónir króna. Volkswagen hefur lengi haft þau áform að smíða þar ódýra bíla og upphaflega áttu þeir að kosta á bilinu 6.000-8.000 evrur en svo virðist að það hafi ekki verið gerlegt. Fyrstu bílarnir líta dagsins ljós árið 2018, en í upphafi stendur til að smíða jeppling, hlaðbak og „sedan“-bíl. Ekki er loku fyrir það skotið að þessu ódýru bílar verði boðnir á fleiri mörkuðum en í Kína, að sögn forstjórans og hann segir að þessi ákvörðun sé mjög mikilvæg fyrir framtíðaráform Volkswagen. Eitt af framtíðaráformum Volkswagen er að vera stærsti bílaframleiðandi heims og ef til vill er þetta stór liður í því markmiði. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent
Í viðtali við þýskt dagblað lét forstjóri Volkswagen, Martin Winterkorn, hafa eftir sér um helgina að fyrirtækið áformaði að framleiða röð ódýrra bíla í Kína. Bílar þessir eiga að kosta 8.000-11.000 evrur, eða frá 1,2 til 1,6 milljónir króna. Volkswagen hefur lengi haft þau áform að smíða þar ódýra bíla og upphaflega áttu þeir að kosta á bilinu 6.000-8.000 evrur en svo virðist að það hafi ekki verið gerlegt. Fyrstu bílarnir líta dagsins ljós árið 2018, en í upphafi stendur til að smíða jeppling, hlaðbak og „sedan“-bíl. Ekki er loku fyrir það skotið að þessu ódýru bílar verði boðnir á fleiri mörkuðum en í Kína, að sögn forstjórans og hann segir að þessi ákvörðun sé mjög mikilvæg fyrir framtíðaráform Volkswagen. Eitt af framtíðaráformum Volkswagen er að vera stærsti bílaframleiðandi heims og ef til vill er þetta stór liður í því markmiði.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent