Óumdeilanlegur þungavigtarmeistari UFC krýndur í kvöld Pétur Marinó Jónsson skrifar 13. júní 2015 09:00 Velasquez (t.v.) og Werdum (t.h.). Gætu ekki verið ólíkari. Vísir/Getty UFC 188 fer fram í kvöld þar sem þeir Cain Velasquez og Fabricio Werdum berjast. Sigurvegarinn í kvöld verður óumdeilanlegur þungavigtarmeistari UFC. Cain Velasquez hefur verið þungavigtarmeistari UFC í tæp þrjú ár en ekkert barist síðan í október 2013. Meiðsli hafa hrjáð feril hans og var ástandið orðið svo slæmt að UFC bjó til svo kallaðan bráðabirgðartitil (e. interim title). Um þann titil börðust þeir Fabricio Werdum og Mark Hunt í nóvember síðastliðnum. Þar fór Werdum með sigur af hólmi og munu því tveir meistarar mætast í kvöld. Aðeins annar getur staðið eftir sem óumdeilanlegur þungavigtarmeistari UFC. Cain Velasquez kemur af mexíkönskum ættum en bardagarnir í kvöld fara fram í Mexíkó. Velasquez er frábær glímumaður sem hefur verið líkt við tortímandann þar sem hann hættir aldrei að pressa áfram. Auk þess er Velasquez með þol á við léttvigtarmann og fáir sem höndla hraðann og pressuna sem hann setur á andstæðinga sína.Sjá einnig: Vélmennið Cain Velasquez Fabricio Werdum er gerólíkur Velasquez. Hann er mikill grínisti og skemmtikraftur á meðan Velasquez er mun alvarlegri. Werdum er einn af allra bestu gólfglímumönnum veraldar og fáir sem kjósa að eiga við hann í gólfinu. Velasquez gæti þó verið einn af þeim fáu en báðir eru svart belti í brasilísku jiu-jitsu. Werdum hefur á undanförnum árum tekið stórtækum framförum í sparkboxi eða frá því hann var rekinn úr UFC fyrir sjö árum síðan. Nánar má lesa um upprisu Werdum á vef MMA Frétta hér. Bardaginn í kvöld ætti að verða æsispennandi viðureign tveggja ólíkra keppenda. Aðeins annar mun stíga úr búrinu sem óumdeilanlegur þungavigtarmeistari UFC. UFC 188 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst kl 2. Eftirtaldir fimm bardagar verða á dagskrá:Titilbardagi í þungavigt: Cain Velasquez gegn Fabricio WerdumLéttvigt: Eddie Alvarez gegn Gilbert MelendezMillivigt: Kelvin Gastelum gegn Nate MarquardtFjaðurvigt: Yair Rodríguez gegn Angel HillStrávigt kvenna: Tecia Torres gegn Angela Hill MMA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Sjá meira
UFC 188 fer fram í kvöld þar sem þeir Cain Velasquez og Fabricio Werdum berjast. Sigurvegarinn í kvöld verður óumdeilanlegur þungavigtarmeistari UFC. Cain Velasquez hefur verið þungavigtarmeistari UFC í tæp þrjú ár en ekkert barist síðan í október 2013. Meiðsli hafa hrjáð feril hans og var ástandið orðið svo slæmt að UFC bjó til svo kallaðan bráðabirgðartitil (e. interim title). Um þann titil börðust þeir Fabricio Werdum og Mark Hunt í nóvember síðastliðnum. Þar fór Werdum með sigur af hólmi og munu því tveir meistarar mætast í kvöld. Aðeins annar getur staðið eftir sem óumdeilanlegur þungavigtarmeistari UFC. Cain Velasquez kemur af mexíkönskum ættum en bardagarnir í kvöld fara fram í Mexíkó. Velasquez er frábær glímumaður sem hefur verið líkt við tortímandann þar sem hann hættir aldrei að pressa áfram. Auk þess er Velasquez með þol á við léttvigtarmann og fáir sem höndla hraðann og pressuna sem hann setur á andstæðinga sína.Sjá einnig: Vélmennið Cain Velasquez Fabricio Werdum er gerólíkur Velasquez. Hann er mikill grínisti og skemmtikraftur á meðan Velasquez er mun alvarlegri. Werdum er einn af allra bestu gólfglímumönnum veraldar og fáir sem kjósa að eiga við hann í gólfinu. Velasquez gæti þó verið einn af þeim fáu en báðir eru svart belti í brasilísku jiu-jitsu. Werdum hefur á undanförnum árum tekið stórtækum framförum í sparkboxi eða frá því hann var rekinn úr UFC fyrir sjö árum síðan. Nánar má lesa um upprisu Werdum á vef MMA Frétta hér. Bardaginn í kvöld ætti að verða æsispennandi viðureign tveggja ólíkra keppenda. Aðeins annar mun stíga úr búrinu sem óumdeilanlegur þungavigtarmeistari UFC. UFC 188 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst kl 2. Eftirtaldir fimm bardagar verða á dagskrá:Titilbardagi í þungavigt: Cain Velasquez gegn Fabricio WerdumLéttvigt: Eddie Alvarez gegn Gilbert MelendezMillivigt: Kelvin Gastelum gegn Nate MarquardtFjaðurvigt: Yair Rodríguez gegn Angel HillStrávigt kvenna: Tecia Torres gegn Angela Hill
MMA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Sjá meira