Birgir Leifur lék frábært golf á lokahringnum í Belgíu 14. júní 2015 15:41 Birgir Leifur lék lokahringinn á 6 höggum undir pari og var á 8 höggum undir pari samanlagt. vísir/getty Birgir Leifur Hafþórsson lék frábært golf á lokahringnum á KPMG Áskorendamótinu sem fram fór í Belgíu í dag. Íslandsmeistarinn lék á 66 höggum eða 6 höggum undir pari vallarins og hann endaði á 8 höggum undir pari samanlagt. Birgir endaði í 8.-11. sæti og tryggði hann sér keppnisrétt á næsta móti á þessari mótaröð sem er sú næst sterkasta í Evrópu. Birgir ætlaði sér að leika á Nordic League móti í Noregi í næstu viku en hann fær keppnisrétt á Najeti Open mótinu sem fram fer á Aa Saint-Omer vellinum í Lumbres í Frakklandi. Þetta er annað mótið á þessu tímabili sem Birgir Leifur tekur þátt í á Áskorendamótaröðinni og mótið í Frakklandi verður það þriðja á þessu tímabili. „Það var geggjað veður á lokahringnum og ég byrjaði vel, fann góðan takt í sveiflunni. Upphafshöggin voru góð og ég ákvað að taka áhættuna og spila grimmt. Það gekk upp og ég er mjög sáttur. Ég var ekki alveg nógu þolinmóður fyrstu tvo dagana og lét hlutina fara í skapið á mér. Um helgina vann ég í því og hugsaði aðeins um þá hluti sem ég gat stjórnað. Hlutirnir gengu því betur í kjölfarið,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson við golf.is í dag. Golf Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson lék frábært golf á lokahringnum á KPMG Áskorendamótinu sem fram fór í Belgíu í dag. Íslandsmeistarinn lék á 66 höggum eða 6 höggum undir pari vallarins og hann endaði á 8 höggum undir pari samanlagt. Birgir endaði í 8.-11. sæti og tryggði hann sér keppnisrétt á næsta móti á þessari mótaröð sem er sú næst sterkasta í Evrópu. Birgir ætlaði sér að leika á Nordic League móti í Noregi í næstu viku en hann fær keppnisrétt á Najeti Open mótinu sem fram fer á Aa Saint-Omer vellinum í Lumbres í Frakklandi. Þetta er annað mótið á þessu tímabili sem Birgir Leifur tekur þátt í á Áskorendamótaröðinni og mótið í Frakklandi verður það þriðja á þessu tímabili. „Það var geggjað veður á lokahringnum og ég byrjaði vel, fann góðan takt í sveiflunni. Upphafshöggin voru góð og ég ákvað að taka áhættuna og spila grimmt. Það gekk upp og ég er mjög sáttur. Ég var ekki alveg nógu þolinmóður fyrstu tvo dagana og lét hlutina fara í skapið á mér. Um helgina vann ég í því og hugsaði aðeins um þá hluti sem ég gat stjórnað. Hlutirnir gengu því betur í kjölfarið,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson við golf.is í dag.
Golf Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira