20 starfsmenn fá starfsaldursviðurkenningu Olís Finnur Thorlacius skrifar 1. júní 2015 15:09 Frá viðurkenningunni í Nauthól á dögunum. Tuttugu starfsmenn Olís voru á dögunum heiðraðir fyrir góð störf og tryggð við félagið um árabil. Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, afhenti starfsmönnunum viðurkenningarnar í sérstökum hátíðarkvöldverði á veitingastaðnum Nauthól. Árlega eru slíkar viðurkenningar veittar þeim starfsmönnum Olís sem hafa starfað hjá félaginu í 10, 15, 20, 25 eða 30 ár. Þá eru starfsmenn sæmdir brons-, silfur- eða gullmerki félagsins sem þakklæti fyrir langan starfsaldur. ,,Það hefur verið ákaflega gott að starfa hjá Olís annars væri ég nú örugglega ekki hér eftir 30 ár. Fyrirtækið hefur gert vel við sína starfsmenn og það er líklega þess vegna sem svo margir hafa átt langan starfsferil hér. Ég hef unnið með mörgum sem hafa verið hjá fyrirtækinu í hálfa öld,” segir Kristinn Leifsson. Hann er vélstjóramenntaður og hefur starfað við sölu- og tæknilega ráðgjöf á smurolíu og eldsneyti hjá Olís í þrjá áratugi. ,,Það hefur auðvitað margt breyst á þremur áratugum. Fyrst var maður í skífusíma og telex í samskiptum við viðskiptavini og birgja. Þegar faxið kom þá varð töluverð bylting. Nú er aðgengi að upplýsingum auðvitað margfalt betra með tilkomu netsins og allri þeirri tölvu- og upplýsingatækni sem er í boði. Það eru búnar að vera talsverðar breytingar á tækni í vinnslu á eldsneyti og vélum bifreiða og þá sérstklega í seinni tíð. Því hefur verið þörf á að kynna sér marga nýja hluti á þessum 30 árum. Olís hóf m.a. að blanda alla sína dísilolíu með VLO, eða vetnismeðhöndlaðri lífrænni olíu, fyrir tveimur árum. VLO er hreinna og umhverfisvænna díseleldsneyti en áður hefur þekkst og er í samræmi við umhverfisvæna stefnu félagins,” segir Kristinn ennfremur. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent
Tuttugu starfsmenn Olís voru á dögunum heiðraðir fyrir góð störf og tryggð við félagið um árabil. Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, afhenti starfsmönnunum viðurkenningarnar í sérstökum hátíðarkvöldverði á veitingastaðnum Nauthól. Árlega eru slíkar viðurkenningar veittar þeim starfsmönnum Olís sem hafa starfað hjá félaginu í 10, 15, 20, 25 eða 30 ár. Þá eru starfsmenn sæmdir brons-, silfur- eða gullmerki félagsins sem þakklæti fyrir langan starfsaldur. ,,Það hefur verið ákaflega gott að starfa hjá Olís annars væri ég nú örugglega ekki hér eftir 30 ár. Fyrirtækið hefur gert vel við sína starfsmenn og það er líklega þess vegna sem svo margir hafa átt langan starfsferil hér. Ég hef unnið með mörgum sem hafa verið hjá fyrirtækinu í hálfa öld,” segir Kristinn Leifsson. Hann er vélstjóramenntaður og hefur starfað við sölu- og tæknilega ráðgjöf á smurolíu og eldsneyti hjá Olís í þrjá áratugi. ,,Það hefur auðvitað margt breyst á þremur áratugum. Fyrst var maður í skífusíma og telex í samskiptum við viðskiptavini og birgja. Þegar faxið kom þá varð töluverð bylting. Nú er aðgengi að upplýsingum auðvitað margfalt betra með tilkomu netsins og allri þeirri tölvu- og upplýsingatækni sem er í boði. Það eru búnar að vera talsverðar breytingar á tækni í vinnslu á eldsneyti og vélum bifreiða og þá sérstklega í seinni tíð. Því hefur verið þörf á að kynna sér marga nýja hluti á þessum 30 árum. Olís hóf m.a. að blanda alla sína dísilolíu með VLO, eða vetnismeðhöndlaðri lífrænni olíu, fyrir tveimur árum. VLO er hreinna og umhverfisvænna díseleldsneyti en áður hefur þekkst og er í samræmi við umhverfisvæna stefnu félagins,” segir Kristinn ennfremur.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent