Smáþjóðaleikarnir settir í Laugardalshöll 1. júní 2015 20:18 Smáþjóðaleikarnir voru settir með formlegum hætti í Laugardalshöll í kvöld. Leikarnir eiga sér þrjátíu ára sögu og er þetta í annað sinn sem leikarnir fara fram hér á landi. Þóra Arnórsdóttir flutti setningarræðu leikanna og kynnti þátttökuþjóðirnar til leiks en áður hafði Páll Óskar Hjálmtýsson flutti mörg af sínum þekktustu lögum. Lárus Blöndal ÍSÍ, forseti ÍSÍ, var þá einnig með tölu. Afreksíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir steig jafnframt á stokk og fór með eið fyrir hönd keppenda en Sandra Dögg Árnadóttir þjálfari í fimleikum fyrir hönd þjálfara. Á Smáþjóðaleikunum 2015 er keppt í ellefu íþróttagreinum Þær eru frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, körfuknattleikur, blak, strandblak, áhaldafimleikar og golf en keppendur er rúmlega 700 talsins í ár. Alls telja þátttakendur; keppendur, þjálfarar og fylgdarlið um 1200 manns.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lét mynda sig með lukkudýri leikanna, Blossa.MYND/TWITTERFimleikar og golf eru valgreinar á leikunum í ár en sú þjóð sem heldur leikana getur valið tvær keppnisgreinar og er þetta í fyrsta skipti sem keppt verður í golfi á Smáþjóðaleikum. Þátttökurétt á Smáþjóðaleikunum eiga þjóðir með íbúatölu undir einni milljón en þessar þjóðir eru Andorra, Ísland, Kýpur, Liechtenstein, Lúxemborg, Malta, Mónakó og San Marínó. Formleg dagskrá hefst klukkan níu í fyrramálið þegar skotíþróttamenn hefja keppni í Íþróttahúsi ÍFR í Hátúni. Keppendur í sundi, borðtennis og tennis hefja keppni klukkuan 10. Einnig er keppt í blaki, frjálsum, fimleikum, körfuknattleik og strandblaki á morgun en nánari upplýsingar um dagskrá leikanna má nálgast hér.Íslensku keppendurnir hafa alla jafna átt góðu gengi að fagna á Smáþjóðaleikum en þeir eiga næstflest verðlaun í sögu leikanna, á eftir Kýpur. Frítt er inn á alla íþróttaviðburði og eru allir hvattir til þess að nýta sér þetta „einstaka tækifæri til þess að koma og sjá heimsklassa íþróttamenn sýna hvað í þeim býr,“ eins og komist er að orði á vefsíðu leikanna. Fimleikar Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Sjá meira
Smáþjóðaleikarnir voru settir með formlegum hætti í Laugardalshöll í kvöld. Leikarnir eiga sér þrjátíu ára sögu og er þetta í annað sinn sem leikarnir fara fram hér á landi. Þóra Arnórsdóttir flutti setningarræðu leikanna og kynnti þátttökuþjóðirnar til leiks en áður hafði Páll Óskar Hjálmtýsson flutti mörg af sínum þekktustu lögum. Lárus Blöndal ÍSÍ, forseti ÍSÍ, var þá einnig með tölu. Afreksíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir steig jafnframt á stokk og fór með eið fyrir hönd keppenda en Sandra Dögg Árnadóttir þjálfari í fimleikum fyrir hönd þjálfara. Á Smáþjóðaleikunum 2015 er keppt í ellefu íþróttagreinum Þær eru frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, körfuknattleikur, blak, strandblak, áhaldafimleikar og golf en keppendur er rúmlega 700 talsins í ár. Alls telja þátttakendur; keppendur, þjálfarar og fylgdarlið um 1200 manns.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lét mynda sig með lukkudýri leikanna, Blossa.MYND/TWITTERFimleikar og golf eru valgreinar á leikunum í ár en sú þjóð sem heldur leikana getur valið tvær keppnisgreinar og er þetta í fyrsta skipti sem keppt verður í golfi á Smáþjóðaleikum. Þátttökurétt á Smáþjóðaleikunum eiga þjóðir með íbúatölu undir einni milljón en þessar þjóðir eru Andorra, Ísland, Kýpur, Liechtenstein, Lúxemborg, Malta, Mónakó og San Marínó. Formleg dagskrá hefst klukkan níu í fyrramálið þegar skotíþróttamenn hefja keppni í Íþróttahúsi ÍFR í Hátúni. Keppendur í sundi, borðtennis og tennis hefja keppni klukkuan 10. Einnig er keppt í blaki, frjálsum, fimleikum, körfuknattleik og strandblaki á morgun en nánari upplýsingar um dagskrá leikanna má nálgast hér.Íslensku keppendurnir hafa alla jafna átt góðu gengi að fagna á Smáþjóðaleikum en þeir eiga næstflest verðlaun í sögu leikanna, á eftir Kýpur. Frítt er inn á alla íþróttaviðburði og eru allir hvattir til þess að nýta sér þetta „einstaka tækifæri til þess að koma og sjá heimsklassa íþróttamenn sýna hvað í þeim býr,“ eins og komist er að orði á vefsíðu leikanna.
Fimleikar Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Sjá meira