Fær Porsche 911 rafmótora? Finnur Thorlacius skrifar 2. júní 2015 15:30 Porsche 911 er táknmynd Porsche merkisins. Hjá Porsche í Þýskalandi er nú verið að velta því fyrir sér hvort hinn goðsagnarkenndi 911 bíll verði næsti bíll Porsche sem fær Plug-In-Hybrid drifrás og verði því tvíorkubíll. Nú þegar framleiðir Porsche bílana Cayenne, Panamera og 918 Spyder með slíkri drifrás og Porsche hefur áður sagt að allar líkur séu til þess að allir framleiðslubílar Porsche verði brátt í boði með tvíorkuaflrás. Porsche selur nú mjög vel af Cayenne og Panamera svona búna, en 15% af seldum Panamera og 10-12% Cayenne bílum í Bandaríkjunum eru þessarar gerðar. Fyrir um ári síðan voru fluttar af því fréttir að Porsche væri að íhuga 700 hestafla Porsche 911 Plug-In-Hybrid bíl og því aldrei að vita hvort þessi útfærsla hans verði svo öflug. Porsche hefur þekkinguna, ekki síst frá smíði 918 Spyder bílsins sem er hátt í 1.000 hestöfl. Það að bjóða 911 bílinn í svo umhverfisvænni útfærslu myndi einnig hjálpa Porsche að uppfylla sífellt strangari reglur Evrópusambandsins um litla koltvísýringslosun. Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent
Hjá Porsche í Þýskalandi er nú verið að velta því fyrir sér hvort hinn goðsagnarkenndi 911 bíll verði næsti bíll Porsche sem fær Plug-In-Hybrid drifrás og verði því tvíorkubíll. Nú þegar framleiðir Porsche bílana Cayenne, Panamera og 918 Spyder með slíkri drifrás og Porsche hefur áður sagt að allar líkur séu til þess að allir framleiðslubílar Porsche verði brátt í boði með tvíorkuaflrás. Porsche selur nú mjög vel af Cayenne og Panamera svona búna, en 15% af seldum Panamera og 10-12% Cayenne bílum í Bandaríkjunum eru þessarar gerðar. Fyrir um ári síðan voru fluttar af því fréttir að Porsche væri að íhuga 700 hestafla Porsche 911 Plug-In-Hybrid bíl og því aldrei að vita hvort þessi útfærsla hans verði svo öflug. Porsche hefur þekkinguna, ekki síst frá smíði 918 Spyder bílsins sem er hátt í 1.000 hestöfl. Það að bjóða 911 bílinn í svo umhverfisvænni útfærslu myndi einnig hjálpa Porsche að uppfylla sífellt strangari reglur Evrópusambandsins um litla koltvísýringslosun.
Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent