Hamann: Guardiola þarf að sanna sig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. júní 2015 19:30 Guardiola hefur gert Bayern að þýskum meisturum í tvígang. vísir/getty Dietmar Hamann, fyrrverandi leikmaður Bayern München og Liverpool, segir að Bayern þurfi að eyða háum fjárhæðum í leikmenn til að komast á sama stall og Barcelona. Börsungar urðu um helgina Evrópumeistarar og fullkomnuðu þar með þrennuna svokölluðu; unnu deild, bikar og Meistaradeild Evrópu. „Barcelona styrkti sig mikið með kaupunum á Neymar, Luís Suárez og Ivan Rakitic,“ sagði Hamann í samtali við TZ í heimalandinu. „Vandamálið hjá Bayern er að lykilmenn á borð við Franck Ribéry og Arjen Robben eru farnir að eldast. „Bastian Schweinsteiger og Xabi Alonso verða heldur ekkert yngri. Stór hluti liðsins er á fínum aldri en liðið þarf að styrkja sig í kantstöðunum, þar sem bestu leikmenn heims á borð við Lionel Messi, Neymar og Eden Hazard spila. „Ég er sammála Karl-Heinz Rummenigge (stjórnarformanni Bayern) að það er ekkert vit í því að umbylta liðinu en þeir geta ekki beðið með það í 6-12 mánuði að endurnýja það,“ sagði Hamann segir að Pep Guardiola þurfi að vinna Meistaradeildina með Bayern. „Mér finnst Guardiola enn þurfa að sanna sig. Meistaradeildin er aðalmálið. Bayern tapaði 5-0 fyrir Real Madrid í fyrra og 5-3 fyrir Barcelona í ár, með leikmannahóp sem er örugglega jafn dýr og hjá þessum liðum,“ sagði Hamann sem á ekki von á því að Guardiola verði lengi við stjórnvölinn á Allianz Arena. „Guardiola gerir miklar kröfur til sjálfs sín og er því fljótur að brenna út. Ég held að hann geti ekki starfað hjá sama félaginu nema í 3-4 ár, svo hann verður varla lengi hjá Bayern.“ Þýski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Sjá meira
Dietmar Hamann, fyrrverandi leikmaður Bayern München og Liverpool, segir að Bayern þurfi að eyða háum fjárhæðum í leikmenn til að komast á sama stall og Barcelona. Börsungar urðu um helgina Evrópumeistarar og fullkomnuðu þar með þrennuna svokölluðu; unnu deild, bikar og Meistaradeild Evrópu. „Barcelona styrkti sig mikið með kaupunum á Neymar, Luís Suárez og Ivan Rakitic,“ sagði Hamann í samtali við TZ í heimalandinu. „Vandamálið hjá Bayern er að lykilmenn á borð við Franck Ribéry og Arjen Robben eru farnir að eldast. „Bastian Schweinsteiger og Xabi Alonso verða heldur ekkert yngri. Stór hluti liðsins er á fínum aldri en liðið þarf að styrkja sig í kantstöðunum, þar sem bestu leikmenn heims á borð við Lionel Messi, Neymar og Eden Hazard spila. „Ég er sammála Karl-Heinz Rummenigge (stjórnarformanni Bayern) að það er ekkert vit í því að umbylta liðinu en þeir geta ekki beðið með það í 6-12 mánuði að endurnýja það,“ sagði Hamann segir að Pep Guardiola þurfi að vinna Meistaradeildina með Bayern. „Mér finnst Guardiola enn þurfa að sanna sig. Meistaradeildin er aðalmálið. Bayern tapaði 5-0 fyrir Real Madrid í fyrra og 5-3 fyrir Barcelona í ár, með leikmannahóp sem er örugglega jafn dýr og hjá þessum liðum,“ sagði Hamann sem á ekki von á því að Guardiola verði lengi við stjórnvölinn á Allianz Arena. „Guardiola gerir miklar kröfur til sjálfs sín og er því fljótur að brenna út. Ég held að hann geti ekki starfað hjá sama félaginu nema í 3-4 ár, svo hann verður varla lengi hjá Bayern.“
Þýski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Sjá meira