Innkalla 34 milljónir bíla vegna Takata öryggispúða Finnur Thorlacius skrifar 20. maí 2015 09:41 Innkallanir tvöfölduðust í gær vegna gallans í öryggispúðum frá Takata. Enn fjölgar þeim bílum sem innkallaðir eru vegna galla í öryggispúðum framleiddum af japanska framleiðandanum Takata. Umferðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NHTSA og Takata hafa nú tilkynnt um innköllun 17 milljóna bíla til viðbótar þeim 17 milljónum bíla sem þegar hafa verið innkallaðir. Aldrei fyrr hafa verið innkallaðir svo margir bílar í einu áður. Öryggispúðar frá Takata er að finna í bílum fjölmargra bílaframleiðenda, meðal annars Nissan, Toyota, Honda, Daihatsu, BMW, Ford, Lexus, Mitsubishi og Subaru. Gallinn í öryggispúðum Takata getur orðið til þess að púðarnir springi út án nokkurs fyrirvara. Ástæða þessa er ónóg rakavörn og þar sem raki kemst að púðunum skemmir hann búnaðinn. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent
Enn fjölgar þeim bílum sem innkallaðir eru vegna galla í öryggispúðum framleiddum af japanska framleiðandanum Takata. Umferðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NHTSA og Takata hafa nú tilkynnt um innköllun 17 milljóna bíla til viðbótar þeim 17 milljónum bíla sem þegar hafa verið innkallaðir. Aldrei fyrr hafa verið innkallaðir svo margir bílar í einu áður. Öryggispúðar frá Takata er að finna í bílum fjölmargra bílaframleiðenda, meðal annars Nissan, Toyota, Honda, Daihatsu, BMW, Ford, Lexus, Mitsubishi og Subaru. Gallinn í öryggispúðum Takata getur orðið til þess að púðarnir springi út án nokkurs fyrirvara. Ástæða þessa er ónóg rakavörn og þar sem raki kemst að púðunum skemmir hann búnaðinn.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent