Fær 16 milljarða fyrir 3 ára samning Finnur Thorlacius skrifar 21. maí 2015 08:42 Lewis Hamilton er með forystu í Formúlu 1 keppni ársins. Lewis Hamilton skrifaði í gær undir nýjan þriggja ára samning við Mercedes Benz í Formúlu 1. Hann mun aka bílum þeirra næstu 3 tímabil. Lewis Hamilton er nú með ágæta forystu í keppni þeirra bestu og ef hann vinnur á þessu tímabili yrði það í þriðja skiptið sem hann hampar titlinum, eða jafn oft og Ayrton Senna gerði á sínum tíma. Hamilton ætti að eiga fyrir salti í grautinn eftir þessi þrjú ár en samningurinn tryggir honum 40 milljónir dollarar á ári, eða 15,85 milljarða króna á samningstímanum. Hann fær nú 31 milljónir dollara á ári frá Mercedes Benz og því er þessi nýi samningur nokkru stærri þó flestir hefðu unað við þann fyrri. Auk þess hefur Hamilton fengið bónusa fyrir hvern sigur og heildarsigur í keppninni. Hamilton vann fyrst Formúlu 1 keppnina árið 2008 og svo aftur í fyrra. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent
Lewis Hamilton skrifaði í gær undir nýjan þriggja ára samning við Mercedes Benz í Formúlu 1. Hann mun aka bílum þeirra næstu 3 tímabil. Lewis Hamilton er nú með ágæta forystu í keppni þeirra bestu og ef hann vinnur á þessu tímabili yrði það í þriðja skiptið sem hann hampar titlinum, eða jafn oft og Ayrton Senna gerði á sínum tíma. Hamilton ætti að eiga fyrir salti í grautinn eftir þessi þrjú ár en samningurinn tryggir honum 40 milljónir dollarar á ári, eða 15,85 milljarða króna á samningstímanum. Hann fær nú 31 milljónir dollara á ári frá Mercedes Benz og því er þessi nýi samningur nokkru stærri þó flestir hefðu unað við þann fyrri. Auk þess hefur Hamilton fengið bónusa fyrir hvern sigur og heildarsigur í keppninni. Hamilton vann fyrst Formúlu 1 keppnina árið 2008 og svo aftur í fyrra.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent