PSG borgar bestu launin í heimi íþróttanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2015 11:00 Zlatan Ibrahimovic og Xavi en lið þeirra beggja borga mjög góð laun. Vísir/Getty Franska liðið Paris Saint-Germain borgar bestu launin af öllum íþróttaliðum heimsins en þetta kemur fram í nýrri rannsókn á meðallaunum félaganna í vinsælustu íþróttagreinum heims. Paris Saint-Germain borgar leikmönnum sínum að meðaltali 5,3 milljónir punda í árslaun eða 101.898 pund á viku. Þetta gera rúmar 1100 milljónir íslenskra króna á ári eða rúmar 23 milljónir íslenskra króna í vikulaun. Global Sports Salaries Survey (GSSS) tók þetta saman í samvinnu við ESPN-tímaritið í Bandaríkjunum en fyrirtækið hefur fylgst náið með launaþróun íþróttalið undanfarin sex ár. Paris Saint-Germain er fjórða félagið og þriðja fótboltafélagið sem nær toppsætinu á þessum lista en hafnarbolta liðið New York Yankees var efst 2010, Barcelona borgaði bestu launin 2012 og 2013 en Manchester City var búið að vera í toppsætinu undanfarin tvö ár. Real Madrid nær bara öðru sætinu þrátt fyrir að borga stórstjörnum sínum Cristiano Ronaldo, Gareth Bale og James Rodriguez sannkölluð ofurlaun. Manchester City datt alla leið niður í þriðja sæti listans. Af hinum liðunum úr ensku deildinni er það að frétta að Manchester United er í 6. sæti, Chelsea er í 8. sæti, Arsenal í 10. sæti og Liverpol er síðan í 15. sætinu. Átta fótboltalið eru í hóp þeirra tíu íþróttafélaga sem borga bestu launin en tvö hafnarboltalið komast einnig inn á listann Los Angeles Dodgers og New York Yankees. Efsta NBA-liðið er Brooklyn Nets sem situr í 11. sæti listans en NBA-meistarar San Antonio Spurs eru í 40. Sæti. Það er hægt að sjá allan listann í frétt ESPN um könnunina.Topp tíu listinn - meðallaun leikmann í íslenskum krónum: 1. Paris Saint-Germain: 23,1 milljón á leikmann á viku 2. Real Madrid: 22,0 milljónir 3. Manchester City: 21,9 milljón 4. Barcelona: 20,6 milljónir 5. Los Angeles Dodgers: 20,461 milljónir 6. Manchester United: 20,459 milljónir 7. Bayern München; 19,5 milljónir 8. Chelsea: 17,4 milljónir 9. New York Yankee: 17,0 milljónir 10. Arsenal: 16,2 milljónir Enski boltinn Meistaradeild Evrópu NBA Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Keflavík - ÍA | Nýr leikmaður frumsýndur gegn Kanalausum Skagamönnum ÍR - Grindavík | Toppliðið með fullt hús fyrir heimsókn í Breiðholtið KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Vetraríþróttirnar vilja alls ekki „sumaríþróttir“ inn á sína Ólympíuleika Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik Sjá meira
Franska liðið Paris Saint-Germain borgar bestu launin af öllum íþróttaliðum heimsins en þetta kemur fram í nýrri rannsókn á meðallaunum félaganna í vinsælustu íþróttagreinum heims. Paris Saint-Germain borgar leikmönnum sínum að meðaltali 5,3 milljónir punda í árslaun eða 101.898 pund á viku. Þetta gera rúmar 1100 milljónir íslenskra króna á ári eða rúmar 23 milljónir íslenskra króna í vikulaun. Global Sports Salaries Survey (GSSS) tók þetta saman í samvinnu við ESPN-tímaritið í Bandaríkjunum en fyrirtækið hefur fylgst náið með launaþróun íþróttalið undanfarin sex ár. Paris Saint-Germain er fjórða félagið og þriðja fótboltafélagið sem nær toppsætinu á þessum lista en hafnarbolta liðið New York Yankees var efst 2010, Barcelona borgaði bestu launin 2012 og 2013 en Manchester City var búið að vera í toppsætinu undanfarin tvö ár. Real Madrid nær bara öðru sætinu þrátt fyrir að borga stórstjörnum sínum Cristiano Ronaldo, Gareth Bale og James Rodriguez sannkölluð ofurlaun. Manchester City datt alla leið niður í þriðja sæti listans. Af hinum liðunum úr ensku deildinni er það að frétta að Manchester United er í 6. sæti, Chelsea er í 8. sæti, Arsenal í 10. sæti og Liverpol er síðan í 15. sætinu. Átta fótboltalið eru í hóp þeirra tíu íþróttafélaga sem borga bestu launin en tvö hafnarboltalið komast einnig inn á listann Los Angeles Dodgers og New York Yankees. Efsta NBA-liðið er Brooklyn Nets sem situr í 11. sæti listans en NBA-meistarar San Antonio Spurs eru í 40. Sæti. Það er hægt að sjá allan listann í frétt ESPN um könnunina.Topp tíu listinn - meðallaun leikmann í íslenskum krónum: 1. Paris Saint-Germain: 23,1 milljón á leikmann á viku 2. Real Madrid: 22,0 milljónir 3. Manchester City: 21,9 milljón 4. Barcelona: 20,6 milljónir 5. Los Angeles Dodgers: 20,461 milljónir 6. Manchester United: 20,459 milljónir 7. Bayern München; 19,5 milljónir 8. Chelsea: 17,4 milljónir 9. New York Yankee: 17,0 milljónir 10. Arsenal: 16,2 milljónir
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu NBA Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Keflavík - ÍA | Nýr leikmaður frumsýndur gegn Kanalausum Skagamönnum ÍR - Grindavík | Toppliðið með fullt hús fyrir heimsókn í Breiðholtið KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Vetraríþróttirnar vilja alls ekki „sumaríþróttir“ inn á sína Ólympíuleika Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik Sjá meira