Dagný og Guðmunda: Gefur okkur ótrúlegt sjálfstraust Ingvi Þór Sæmundsson á Samsung-vellinum skrifar 28. maí 2015 22:21 Dagný og Guðmunda voru sáttar að leik loknum. Vísir/iþs Dagný Brynjarsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir voru að vonum sáttar með sigur Selfoss á Stjörnunni í kvöld. Þetta var fyrsta tap Stjörnunnar á Íslandsmóti í rúmt ár eða síðan Garðbæingar töpuðu fyrir Breiðabliki í 1. umferð Pepsi-deildarinnar 2014. „Það var gott að vinna þennan leik og sérstaklega á þeirra heimavelli,“ sagði Guðmunda sem skoraði sigurmark Selfoss á 68. mínútu. En hvað skóp þennan sigur í kvöld? „Við pressuðum þær hátt uppi á vellinum og féllum ekki of langt frá þeim. Við fengum fullt af færum, í báðum hálfleikjunum, og við hefðum auðveldlega getað skorað fleiri mörk.“Sjá einnig:Stjörnubanarnir frá Selfossi í stuði eftir leik „Þetta var góður liðssigur,“ sagði Dagný sem lék sinn annan leik með Selfossi í kvöld eftir að hafa komið nokkuð óvænt til liðsins eftir að hafa orðið Þýskalandsmeistari með Bayern München í vor. Selfoss spilaði sterkan varnarleik í kvöld og Íslands- og bikarmeistararnir voru í vandræðum með að skapa sér færi. „Við lögðum upp með að vera þéttar fyrir og það gekk eftir. Mér fannst við ná að loka ótrúlega vel á þær og þær komust ekki oft einar á móti markmanni,“ sagði Guðmunda og Dagný bætti við: „Á tímabili féllum við kannski aðeins of langt frá þeim en við rifum okkur upp og þá lagaðist þetta aftur. Þær settu svo pressu á okkur undir lokin en við reyndum að spila skynsamlega og loka á þær.“Komnar af alvöru í toppbaráttuna Guðmunda skoraði sem áður sagði sigurmark Selfyssinga en hvernig leit það út fyrir henni? „Ég er þekkt fyrir að skjóta þegar ég sé markið og ég heyrði fullt að fólki öskra á mig að láta vaða. Svo ég ákvað að skjóta og það skilaði sér í þessu marki,“ sagði Guðmunda en Selfyssingar setja stefnuna á toppbaráttu í sumar. „Þessi sigur gefur okkur ótrúlegt sjálfstraust, að vinna Íslandsmeistara sem eru ekki búnar að tapa í rúmt ár,“ sagði Guðmunda og Dagný bætti við: „Það var mikilvægt að fá þrjú stig í kvöld til að halda okkur í toppbaráttunni. Við töpuðum þremur dýrmætum stigum í 1. umferðinni en núna erum við komnar að alvöru í toppbaráttuna þar sem við ætlum að vera." Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 1-2 | Fyrsta tap Stjörnunnar í rúmt ár Selfoss varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna Stjörnuna á Íslandsmóti í rúmt ár þegar Sunnlendingar unnu leik liðanna í 3. umferð Pepsi-deildar kvenna, 1-2. 28. maí 2015 13:13 KR náði í stig í Kópavogi | Valur með fullt hús Nýliðar KR gerðu góða ferð í Kópavoginn og gerðu jafntefli við Breiðablik. 28. maí 2015 21:00 Þór/KA lenti undir gegn Aftureldingu en vann öruggan sigur Kristín Erna Sigurlásdóttir tryggði ÍBV nauman sigur á nýliðum Þróttar. 28. maí 2015 19:57 Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir voru að vonum sáttar með sigur Selfoss á Stjörnunni í kvöld. Þetta var fyrsta tap Stjörnunnar á Íslandsmóti í rúmt ár eða síðan Garðbæingar töpuðu fyrir Breiðabliki í 1. umferð Pepsi-deildarinnar 2014. „Það var gott að vinna þennan leik og sérstaklega á þeirra heimavelli,“ sagði Guðmunda sem skoraði sigurmark Selfoss á 68. mínútu. En hvað skóp þennan sigur í kvöld? „Við pressuðum þær hátt uppi á vellinum og féllum ekki of langt frá þeim. Við fengum fullt af færum, í báðum hálfleikjunum, og við hefðum auðveldlega getað skorað fleiri mörk.“Sjá einnig:Stjörnubanarnir frá Selfossi í stuði eftir leik „Þetta var góður liðssigur,“ sagði Dagný sem lék sinn annan leik með Selfossi í kvöld eftir að hafa komið nokkuð óvænt til liðsins eftir að hafa orðið Þýskalandsmeistari með Bayern München í vor. Selfoss spilaði sterkan varnarleik í kvöld og Íslands- og bikarmeistararnir voru í vandræðum með að skapa sér færi. „Við lögðum upp með að vera þéttar fyrir og það gekk eftir. Mér fannst við ná að loka ótrúlega vel á þær og þær komust ekki oft einar á móti markmanni,“ sagði Guðmunda og Dagný bætti við: „Á tímabili féllum við kannski aðeins of langt frá þeim en við rifum okkur upp og þá lagaðist þetta aftur. Þær settu svo pressu á okkur undir lokin en við reyndum að spila skynsamlega og loka á þær.“Komnar af alvöru í toppbaráttuna Guðmunda skoraði sem áður sagði sigurmark Selfyssinga en hvernig leit það út fyrir henni? „Ég er þekkt fyrir að skjóta þegar ég sé markið og ég heyrði fullt að fólki öskra á mig að láta vaða. Svo ég ákvað að skjóta og það skilaði sér í þessu marki,“ sagði Guðmunda en Selfyssingar setja stefnuna á toppbaráttu í sumar. „Þessi sigur gefur okkur ótrúlegt sjálfstraust, að vinna Íslandsmeistara sem eru ekki búnar að tapa í rúmt ár,“ sagði Guðmunda og Dagný bætti við: „Það var mikilvægt að fá þrjú stig í kvöld til að halda okkur í toppbaráttunni. Við töpuðum þremur dýrmætum stigum í 1. umferðinni en núna erum við komnar að alvöru í toppbaráttuna þar sem við ætlum að vera."
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 1-2 | Fyrsta tap Stjörnunnar í rúmt ár Selfoss varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna Stjörnuna á Íslandsmóti í rúmt ár þegar Sunnlendingar unnu leik liðanna í 3. umferð Pepsi-deildar kvenna, 1-2. 28. maí 2015 13:13 KR náði í stig í Kópavogi | Valur með fullt hús Nýliðar KR gerðu góða ferð í Kópavoginn og gerðu jafntefli við Breiðablik. 28. maí 2015 21:00 Þór/KA lenti undir gegn Aftureldingu en vann öruggan sigur Kristín Erna Sigurlásdóttir tryggði ÍBV nauman sigur á nýliðum Þróttar. 28. maí 2015 19:57 Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 1-2 | Fyrsta tap Stjörnunnar í rúmt ár Selfoss varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna Stjörnuna á Íslandsmóti í rúmt ár þegar Sunnlendingar unnu leik liðanna í 3. umferð Pepsi-deildar kvenna, 1-2. 28. maí 2015 13:13
KR náði í stig í Kópavogi | Valur með fullt hús Nýliðar KR gerðu góða ferð í Kópavoginn og gerðu jafntefli við Breiðablik. 28. maí 2015 21:00
Þór/KA lenti undir gegn Aftureldingu en vann öruggan sigur Kristín Erna Sigurlásdóttir tryggði ÍBV nauman sigur á nýliðum Þróttar. 28. maí 2015 19:57