Toyota og Mazda auka samstarfið Finnur Thorlacius skrifar 12. maí 2015 09:24 Toyota RAV4 verður ef til vill brátt með SkyActive vél frá Mazda. Samstarf er milli bílaframleiðendanna Toyota og Mazda við smíði bílanna Mazda2 og Toyota Yaris sem markaðssettur er í Bandaríkjunum, en þar ber hann nafnið Scion iA. Sá bíll er framleiddur í verksmiðju Mazda í Mexíkó og hefur að grunni verið sami bíll og Mazda2 frá árinu 2012. Fyrirtækin tvö ætla ekki að láta þar við sitja og hyggja á frekara samstarf. Yrði það í formi notkunar vetnistækni Toyota í Mazda bíla, sem og Plug-In-Hybrid tækni þeirra. Á móti myndi Mazda útvega SkyActive vélar í bíla Toyota. Báðir framleiðendur hafa hag af þessu samstarfi, en Mazda býr að lítilli þekkingu í vetnisbúnaði í bíla og Plug-In-Hybrid tvíorkutækni og Toyota sárvantar nýrri og betri vélar í bíla eins og Corolla, Camry og RAV4. Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent
Samstarf er milli bílaframleiðendanna Toyota og Mazda við smíði bílanna Mazda2 og Toyota Yaris sem markaðssettur er í Bandaríkjunum, en þar ber hann nafnið Scion iA. Sá bíll er framleiddur í verksmiðju Mazda í Mexíkó og hefur að grunni verið sami bíll og Mazda2 frá árinu 2012. Fyrirtækin tvö ætla ekki að láta þar við sitja og hyggja á frekara samstarf. Yrði það í formi notkunar vetnistækni Toyota í Mazda bíla, sem og Plug-In-Hybrid tækni þeirra. Á móti myndi Mazda útvega SkyActive vélar í bíla Toyota. Báðir framleiðendur hafa hag af þessu samstarfi, en Mazda býr að lítilli þekkingu í vetnisbúnaði í bíla og Plug-In-Hybrid tvíorkutækni og Toyota sárvantar nýrri og betri vélar í bíla eins og Corolla, Camry og RAV4.
Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent