Úrslitin kynnt í hnýtingarkeppni Vesturrastar Karl Lúðvíksson skrifar 12. maí 2015 12:18 Veiðibúðin Vesturröst hélt á dögunum hnýtingarkeppni og það voru fjölmargir þáttakendur sem sendu inn fallega hnýttar flugur. Keppt var í flokkunum fallegasta flugan, veiðilegasta flugan, fallegasta flugan hjá hnýtara undir 15 ára og síðan var það áhugaverðasta flugan. Eftir því sem við fréttum frá dómnefnd var úr vöndu að ráða því margar flugurnar voru lista vel hnýttar og auðsýnt að það eru margir frábærir fluguhnýtarar á Íslandi. Sigurvegari flokksins fallegasta flugan var Róbert lesezek Nowak, Arnar Freyr Einarsson vann í flokknum veiðilegasta flugan, Linda Björk hnýtti áhugaverðustu fluguna og í flokknum undir 15 ára voru það Teitur Jóhannsson sem hnýtti Veiðilegustu Fluguna og Maren Lind Steinþórsdóttir sem hnýtti fallegustu fluguna. Meðfylgjandi myndir sýna flugurnar sem komust í verðlauna sæti. Stangveiði Mest lesið Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði 147 laxar á einum degi Veiði Smálaxagöngur að skila sér í Norðurá Veiði Veiðitímabilið lengt í Elliðaánum Veiði Góður gangur í Langá Veiði Mokveiði og frítt í Frostastaðavatn Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Meðalþyngdin 12 pund úr Fnjóská Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði
Veiðibúðin Vesturröst hélt á dögunum hnýtingarkeppni og það voru fjölmargir þáttakendur sem sendu inn fallega hnýttar flugur. Keppt var í flokkunum fallegasta flugan, veiðilegasta flugan, fallegasta flugan hjá hnýtara undir 15 ára og síðan var það áhugaverðasta flugan. Eftir því sem við fréttum frá dómnefnd var úr vöndu að ráða því margar flugurnar voru lista vel hnýttar og auðsýnt að það eru margir frábærir fluguhnýtarar á Íslandi. Sigurvegari flokksins fallegasta flugan var Róbert lesezek Nowak, Arnar Freyr Einarsson vann í flokknum veiðilegasta flugan, Linda Björk hnýtti áhugaverðustu fluguna og í flokknum undir 15 ára voru það Teitur Jóhannsson sem hnýtti Veiðilegustu Fluguna og Maren Lind Steinþórsdóttir sem hnýtti fallegustu fluguna. Meðfylgjandi myndir sýna flugurnar sem komust í verðlauna sæti.
Stangveiði Mest lesið Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði 147 laxar á einum degi Veiði Smálaxagöngur að skila sér í Norðurá Veiði Veiðitímabilið lengt í Elliðaánum Veiði Góður gangur í Langá Veiði Mokveiði og frítt í Frostastaðavatn Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Meðalþyngdin 12 pund úr Fnjóská Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði