Buffon gerði grín að Sir Alex Ferguson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2015 08:30 Gianluigi Buffon og Sir Alex Ferguson. Vísir/Getty Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, gerir grín að þeirri ákvörðun Sir Alex Ferguson að leyfa franska miðjumanninum Paul Pogba að yfirgefa Manchester United á sínum tíma. Manchester United er eitt af þeim félögum sem enskir fjölmiðlar hafa sagt hafa mikinn áhuga á því að kaupa Paul Pogba frá Juventus en ætli Juve yfir höfuð að selja hann þá eru önnur félög en United á undan í goggunarröðinni. Paul Pogba hefur staðið sig frábærlega með Juventus síðan að hann fór á frjálsri sölu frá Manchester United árið 2012. Pogba var ósáttur með að fá fá tækifæri með aðalliðinu auk þess að vera ósáttur við nýjan samning sem félagið var að bjóða honum. „Ég hef verið lengi í fótbolta en sú ákvörðun Sir Alex Ferguson og Manchester United að leyfa honum að fara er eins sú skrýtnasta sem ég veit um," sagði Gianluigi Buffon við Daily Express. „Við sáum hversu góður hann var eftir bara nokkrar æfingar. Það getur ekki hafa verið sami leikmaður og þeir sáu í Manchester. Við héldum kannski að þeir þyrftu gleraugu," sagði Buffon af kaldhæðni. „Ég hef aldrei séð svona leikmann á þessum aldri. Hann er svo sterkur, hefur svo mikla tækni og er ótrúlega fjölhæfur leikmaður," sagði Buffon um hinn 22 ára gamla Paul Pogba. „Pogba getur gert hluti sem enginn annar getur alveg eins og þeir Messi og Ronaldo. United lét einn besta leikmann heims fara en það var mjög gott fyrir okkur," sagði Buffon en Paul Pogba hefur hjálpað ítalska markverðinum að vinna þrjá af átta meistaratitlum sínum á Ítalíu. Manchester City er eitt af þeim félögum sem eru á eftir Paul Pogba í sumar. „Auðvitað er hann orðaður við stór peningalið eins og Chelsea, Real Madrid, PSG og City. Eins og er upplifir hann hinsvegar drauma sína hjá Juventus. Ef einhver ætlar að kaupa hann þá þarf það að borga fyrir hann metfé," sagði Buffon. Stuðningsmenn Manchester United fá gott tækifæri í kvöld til að sjá hvað liðið missti af en Juventus heimsækir þá Real Madrid á Bernabeu í seinni undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og er í beinni á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, gerir grín að þeirri ákvörðun Sir Alex Ferguson að leyfa franska miðjumanninum Paul Pogba að yfirgefa Manchester United á sínum tíma. Manchester United er eitt af þeim félögum sem enskir fjölmiðlar hafa sagt hafa mikinn áhuga á því að kaupa Paul Pogba frá Juventus en ætli Juve yfir höfuð að selja hann þá eru önnur félög en United á undan í goggunarröðinni. Paul Pogba hefur staðið sig frábærlega með Juventus síðan að hann fór á frjálsri sölu frá Manchester United árið 2012. Pogba var ósáttur með að fá fá tækifæri með aðalliðinu auk þess að vera ósáttur við nýjan samning sem félagið var að bjóða honum. „Ég hef verið lengi í fótbolta en sú ákvörðun Sir Alex Ferguson og Manchester United að leyfa honum að fara er eins sú skrýtnasta sem ég veit um," sagði Gianluigi Buffon við Daily Express. „Við sáum hversu góður hann var eftir bara nokkrar æfingar. Það getur ekki hafa verið sami leikmaður og þeir sáu í Manchester. Við héldum kannski að þeir þyrftu gleraugu," sagði Buffon af kaldhæðni. „Ég hef aldrei séð svona leikmann á þessum aldri. Hann er svo sterkur, hefur svo mikla tækni og er ótrúlega fjölhæfur leikmaður," sagði Buffon um hinn 22 ára gamla Paul Pogba. „Pogba getur gert hluti sem enginn annar getur alveg eins og þeir Messi og Ronaldo. United lét einn besta leikmann heims fara en það var mjög gott fyrir okkur," sagði Buffon en Paul Pogba hefur hjálpað ítalska markverðinum að vinna þrjá af átta meistaratitlum sínum á Ítalíu. Manchester City er eitt af þeim félögum sem eru á eftir Paul Pogba í sumar. „Auðvitað er hann orðaður við stór peningalið eins og Chelsea, Real Madrid, PSG og City. Eins og er upplifir hann hinsvegar drauma sína hjá Juventus. Ef einhver ætlar að kaupa hann þá þarf það að borga fyrir hann metfé," sagði Buffon. Stuðningsmenn Manchester United fá gott tækifæri í kvöld til að sjá hvað liðið missti af en Juventus heimsækir þá Real Madrid á Bernabeu í seinni undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og er í beinni á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira