Olís styður Smáþjóðaleikana Finnur Thorlacius skrifar 15. maí 2015 11:21 Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, og Helga S Guðmundsdóttir, varaforseti ÍSÍ. Olíuverzlun Íslands hefur gert samstarfssamning við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands um að Olís verði einn af samstarfsaðilum ÍSÍ vegna Smáþjóðaleikanna 2015 í Reykjavík dagana 1. til 6. júní næstkomandi. Leikarnir eru 16. Smáþjóðaleikarnir en þeir voru fyrst haldnir í San Marínó árið 1985 og hafa einu sinni áður verið haldnir á Íslandi, árið 1997. Alls taka 9 þjóðir þátt í Smáþjóðaleikum en auk Íslands eru það Lúxemborg, Andorra, Malta, Liechtenstein, San Marínó, Kýpur, Mónakó og Svartfjallaland. Laugardalurinn í hjarta Reykjavíkur verður aðalvettvangur leikanna. Þar fer fram keppni í blaki, borðtennis, fimleikum, frjálsíþróttum, júdó, körfuknattleik, skotíþróttum að hluta, strandblaki og sundi. Keppni í tennis, golfi og skotíþróttum fara fram í Kópavogi, á Korpúlfsstöðum og í Álfsnesi. „Smáþjóðaleikarnir 2015 eru einstakur viðburður og stærsta verkefni sem ÍSÍ hefur tekið að sér og því mikilvægt að fá fyrirtæki eins og Olís til að styðja við verkefnið,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ. „Við hjá Olís erum stolt af aðkomu okkar að þessu stórverkefni sem Smáþjóðaleikarnir eru,“ segir Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent
Olíuverzlun Íslands hefur gert samstarfssamning við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands um að Olís verði einn af samstarfsaðilum ÍSÍ vegna Smáþjóðaleikanna 2015 í Reykjavík dagana 1. til 6. júní næstkomandi. Leikarnir eru 16. Smáþjóðaleikarnir en þeir voru fyrst haldnir í San Marínó árið 1985 og hafa einu sinni áður verið haldnir á Íslandi, árið 1997. Alls taka 9 þjóðir þátt í Smáþjóðaleikum en auk Íslands eru það Lúxemborg, Andorra, Malta, Liechtenstein, San Marínó, Kýpur, Mónakó og Svartfjallaland. Laugardalurinn í hjarta Reykjavíkur verður aðalvettvangur leikanna. Þar fer fram keppni í blaki, borðtennis, fimleikum, frjálsíþróttum, júdó, körfuknattleik, skotíþróttum að hluta, strandblaki og sundi. Keppni í tennis, golfi og skotíþróttum fara fram í Kópavogi, á Korpúlfsstöðum og í Álfsnesi. „Smáþjóðaleikarnir 2015 eru einstakur viðburður og stærsta verkefni sem ÍSÍ hefur tekið að sér og því mikilvægt að fá fyrirtæki eins og Olís til að styðja við verkefnið,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ. „Við hjá Olís erum stolt af aðkomu okkar að þessu stórverkefni sem Smáþjóðaleikarnir eru,“ segir Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent