Lækkað eldsneytisverð eykur akstur Finnur Thorlacius skrifar 18. maí 2015 09:48 Fyllt á vestra. Bensínverð hefur ekki verið lægra en nú í Bandaríkjunum í langan tíma. Ein af áhrifum þess er að ökumenn þar aka meira en áður. Síðustu tólf mánuði hefur akstur Bandaríkjamanna síaukist og aðeins einu sinni í sögu landsins hafa þeir ekið meira í einum mánuði en í febrúar í ár. Þann mánuð óku Bandaríkjamenn 221,1 milljarða mílna, eða 356 milljarða kílómetra. Ef að veturinn hefði ekki orðið eins harður í norðausturhluta landsins þennan mánuð og raun bar vitni, hefði aksturinn orðið talsvert meiri. Þrátt fyrir að bensínverð hafi farið örlítið hækkandi frá því í janúar er verðið rétt um einum dollar lægra á hvert gallon en í fyrra. Það kunna Bandaríkjamenn greinilega vel að meta og nota nú bíla sína af miklum móð. Sala á bílum í Bandaríkjunum er eðlilega ágæt í þessu árferði og hefur hún verið meiri alla mánuði ársins en sömu mánuði í fyrra. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent
Bensínverð hefur ekki verið lægra en nú í Bandaríkjunum í langan tíma. Ein af áhrifum þess er að ökumenn þar aka meira en áður. Síðustu tólf mánuði hefur akstur Bandaríkjamanna síaukist og aðeins einu sinni í sögu landsins hafa þeir ekið meira í einum mánuði en í febrúar í ár. Þann mánuð óku Bandaríkjamenn 221,1 milljarða mílna, eða 356 milljarða kílómetra. Ef að veturinn hefði ekki orðið eins harður í norðausturhluta landsins þennan mánuð og raun bar vitni, hefði aksturinn orðið talsvert meiri. Þrátt fyrir að bensínverð hafi farið örlítið hækkandi frá því í janúar er verðið rétt um einum dollar lægra á hvert gallon en í fyrra. Það kunna Bandaríkjamenn greinilega vel að meta og nota nú bíla sína af miklum móð. Sala á bílum í Bandaríkjunum er eðlilega ágæt í þessu árferði og hefur hún verið meiri alla mánuði ársins en sömu mánuði í fyrra.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent