Lamborghini Aventador undir 7 mínútum á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 19. maí 2015 09:31 Listi þeirra bíla sem farið hafa hringinn á Nürburgring keppnisbrautinni undir 7 mínútum er ekki langur. Hann taldi aðeins 3 bíla áður en Lamborghini Aventador LP750-4 SV náði því nú um helgina. Hinir þrír eru Porsche 918 Spyder, sem á brautarmetið, McLaren P1 og Radical SR8. Lamborghini kynnti þessa nýju gerð Aventador sem ber alla þessa LP750-4 SV stafi fyrir tveimur mánuðum á bílasýningunni í Genf. Hann er með V12 vél sem fyrr, en nú er hún orðin 740 hestöfl. Það skilar bílnum í 100 km hraða á 2,8 sekúndum og hámarkshraði hans er 350 km/klst. Það sem er kannski merkilegast við að þessi bíll hafi náð undir 7 mínútum á Nürburgring brautinni er að hann er ekki með forþjöppu, keflablásara, né rafmótora. Á það ekki við hina þrjá bílana sem náð hafa undir 7 mínútum. Nokkuð tæpt stóð að þessi Lamborghini Aventador næði undir 7 mínúturnar, en tími hans á brautinni var 6:59,73. Sjá má bílinn aka brautina í meðfylgjandi myndskeiði og þar sést að hann nær t.d. 325 km hraða á lengsta beina kafla brautarinnar og aðeins í alkröppustu beygjunum fer hann undir 100 km/klst. Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent
Listi þeirra bíla sem farið hafa hringinn á Nürburgring keppnisbrautinni undir 7 mínútum er ekki langur. Hann taldi aðeins 3 bíla áður en Lamborghini Aventador LP750-4 SV náði því nú um helgina. Hinir þrír eru Porsche 918 Spyder, sem á brautarmetið, McLaren P1 og Radical SR8. Lamborghini kynnti þessa nýju gerð Aventador sem ber alla þessa LP750-4 SV stafi fyrir tveimur mánuðum á bílasýningunni í Genf. Hann er með V12 vél sem fyrr, en nú er hún orðin 740 hestöfl. Það skilar bílnum í 100 km hraða á 2,8 sekúndum og hámarkshraði hans er 350 km/klst. Það sem er kannski merkilegast við að þessi bíll hafi náð undir 7 mínútum á Nürburgring brautinni er að hann er ekki með forþjöppu, keflablásara, né rafmótora. Á það ekki við hina þrjá bílana sem náð hafa undir 7 mínútum. Nokkuð tæpt stóð að þessi Lamborghini Aventador næði undir 7 mínúturnar, en tími hans á brautinni var 6:59,73. Sjá má bílinn aka brautina í meðfylgjandi myndskeiði og þar sést að hann nær t.d. 325 km hraða á lengsta beina kafla brautarinnar og aðeins í alkröppustu beygjunum fer hann undir 100 km/klst.
Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent