Dodge lokar fyrir pantanir í 707 hestafla Hellcat Finnur Thorlacius skrifar 19. maí 2015 10:07 Dodge Callenger Hellcat. Margir bílaframleiðendur vildu glíma við það vandamál sem Dodge á vegna framleiðslu Challenger og Charger Hellcat bíla sinna. Svo margar pantanir hafa verið lagðar inn vegna þeirra að Dodge ræður ekki við að framleiða þá nægilega hratt og verður því að hætta að taka við fleiri pöntunum í þá. Þessir bílar skarta titlinum öflugustu framleiðslubílar Bandaríkjanna fyrr og síðar og þeim hefur verið tekið með kostum frá kynningu þeirra á síðasta ári. Þessir bílar eru með hámarkshraða uppá 328 og 320 km/klst. Sú mikla eftirspurn sem hefur verið í bílana hefur gert það að verkum að söluumboðin sem selja þá hafa hækkað verð þeirra um allt að 50% og það líkar Dodge ekki og hefur því brugðist við á þennan hátt. Dodge vill heldur ekki taka niður pantanir í bíla sem afgreiddir verða ekki innan árs. Dodge vill ekki láta uppi hvenær fyrirtækið hyggst aftur opna fyrir pantanir á bílunum, en líklega verður það ekki fyrr en í ágúst á þessu ári. Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent
Margir bílaframleiðendur vildu glíma við það vandamál sem Dodge á vegna framleiðslu Challenger og Charger Hellcat bíla sinna. Svo margar pantanir hafa verið lagðar inn vegna þeirra að Dodge ræður ekki við að framleiða þá nægilega hratt og verður því að hætta að taka við fleiri pöntunum í þá. Þessir bílar skarta titlinum öflugustu framleiðslubílar Bandaríkjanna fyrr og síðar og þeim hefur verið tekið með kostum frá kynningu þeirra á síðasta ári. Þessir bílar eru með hámarkshraða uppá 328 og 320 km/klst. Sú mikla eftirspurn sem hefur verið í bílana hefur gert það að verkum að söluumboðin sem selja þá hafa hækkað verð þeirra um allt að 50% og það líkar Dodge ekki og hefur því brugðist við á þennan hátt. Dodge vill heldur ekki taka niður pantanir í bíla sem afgreiddir verða ekki innan árs. Dodge vill ekki láta uppi hvenær fyrirtækið hyggst aftur opna fyrir pantanir á bílunum, en líklega verður það ekki fyrr en í ágúst á þessu ári.
Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent