Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Karl Lúðvíksson skrifar 19. maí 2015 12:10 Benedikt Þorgeirsson með ca 6 punda urriða úr Þingvallavatni Mynd: Siv Þingvallaurriðinn er að taka flugurnar hjá eljusömum veiðimönnum þessa dagana en það er mikil vinna á bak við hvern fisk. "Þetta er ekkert að hnýta undir Black Ghost og halda partý" sagði Benedikt Þorgeirsson í léttu spjalli við Veiðivísi en hann hefur verið mjög duglegur að mæta við vatnið í vor og uppsker eftir því. Hann var við veiðar á sunnudaginn og náði fallegum 6 punda urriða en ólíkt því sem margir halda þarf að hafa ansi mikið fyrir því að ná þessum fiskum, alla vega yfirleitt, sumir eru heppnir og detta beint á fisk í töku en heilt yfir þarf að hafa aðeins fyrir þessu. "Á bak við þennan fisk eru þrjár ferðir upp að vatni, ca. 17 klukkustundir af köstum, frosið í lykkjum, 20-25 kílómetrar gengnir meðfram vatninu til að finna og ná í þessa urriða" bætir Benedikt við en þeir sem hafa verið duglegir að fara upp að vatninu í vor vita sem er að þessi lýsing er hárrétt. Eina svæðið sem er líklega undanskilið þessu er svæðið við Þorsteinsvík en þar er mun afmarkaðra svæði sem fiskurinn heldur sig á. Þeir sem leita að urriðanum í þjóðgarðinum vita sem er að á bak við hvern fisk eru ansi mörg köst og langar stundir við bakkann en það er þó þess virði því baráttan við þessa fallegu fiska er engu lík. Það má reikna með að það sé 2-3 vikur eftir af urriðatímanum en svo hverfur hann að mestu á dýpra vatn og þar af leiðandi úr lögsögu veiðimanna. Það kemur só ekki að sök því bleikjan í vatninu fer hægt og rólega að taka betur með hlýnandi veðri. Myndbandið af viðureigninni hjá Benedikt má annars sjá hér. Stangveiði Mest lesið Smálaxagöngur að skila sér í Norðurá Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði Góður gangur í Langá Veiði Meðalþyngdin 12 pund úr Fnjóská Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Silungurinn er að taka rykmýs lifrur núna Veiði Flottar stórlaxagöngur í Stóru Laxá Veiði Meira veiðist af bleikju í Elliðavatni í ár en í fyrra Veiði Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði
Þingvallaurriðinn er að taka flugurnar hjá eljusömum veiðimönnum þessa dagana en það er mikil vinna á bak við hvern fisk. "Þetta er ekkert að hnýta undir Black Ghost og halda partý" sagði Benedikt Þorgeirsson í léttu spjalli við Veiðivísi en hann hefur verið mjög duglegur að mæta við vatnið í vor og uppsker eftir því. Hann var við veiðar á sunnudaginn og náði fallegum 6 punda urriða en ólíkt því sem margir halda þarf að hafa ansi mikið fyrir því að ná þessum fiskum, alla vega yfirleitt, sumir eru heppnir og detta beint á fisk í töku en heilt yfir þarf að hafa aðeins fyrir þessu. "Á bak við þennan fisk eru þrjár ferðir upp að vatni, ca. 17 klukkustundir af köstum, frosið í lykkjum, 20-25 kílómetrar gengnir meðfram vatninu til að finna og ná í þessa urriða" bætir Benedikt við en þeir sem hafa verið duglegir að fara upp að vatninu í vor vita sem er að þessi lýsing er hárrétt. Eina svæðið sem er líklega undanskilið þessu er svæðið við Þorsteinsvík en þar er mun afmarkaðra svæði sem fiskurinn heldur sig á. Þeir sem leita að urriðanum í þjóðgarðinum vita sem er að á bak við hvern fisk eru ansi mörg köst og langar stundir við bakkann en það er þó þess virði því baráttan við þessa fallegu fiska er engu lík. Það má reikna með að það sé 2-3 vikur eftir af urriðatímanum en svo hverfur hann að mestu á dýpra vatn og þar af leiðandi úr lögsögu veiðimanna. Það kemur só ekki að sök því bleikjan í vatninu fer hægt og rólega að taka betur með hlýnandi veðri. Myndbandið af viðureigninni hjá Benedikt má annars sjá hér.
Stangveiði Mest lesið Smálaxagöngur að skila sér í Norðurá Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði Góður gangur í Langá Veiði Meðalþyngdin 12 pund úr Fnjóská Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Silungurinn er að taka rykmýs lifrur núna Veiði Flottar stórlaxagöngur í Stóru Laxá Veiði Meira veiðist af bleikju í Elliðavatni í ár en í fyrra Veiði Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði