Mayweather enn ósigraður Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. maí 2015 10:47 Vísir/Getty Floyd Mayweather sýndi enn og sannaði í nótt að hann er einn besti hnefaleikakappi sögunnar. Hann hafði þá betur gegn Manny Pacquaio á stigum og er því enn ósigraður á nítján ára atvinnumannaferli sínum í alls 48 bardögum. Mayweather er almennt talinn besti hnefaleikamaður sinnar kynslóðar og hann sjálfur vill meina að hann sé sá besti í sögunni. Fáir deila um að hann sé í hópi þeirra allra bestu sem stundað hafa íþróttina. Hann er nú handhafi allra stóru titlanna í veltivigt. Hann varði WBA, WBC og The Ring titlana sína og vann WBO-titilinn af Pacquaio. Bardaginn gaf af sér ótrúlegar tekjur en talið er að beinar tekjur af honum (miðasala, sjónvarpstekjur, matvörur og varniningur á staðnum) nemi 500 milljónum Bandaríkjadala - jafnvirði 65,5 milljarða króna. Talið er að Mayweather fái 23,5 milljarða króna í vasann fyrir kvöldið. Bardagans í nótt hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda hefur Pacquaio lengi þótt einn fárra sem hafi getuna til að fella Mayweather af stalli sínum. Það gerðist ekki í nótt.Vísir/GettyBardagi þeirra stóð yfir í tólf lotur og þurfti því stigagjöf dómara til að fá niðurstöðu. Allir þrír dómararnir dæmdu Mayweather öruggan sigur. Hjá tveimur dómurum hafði sá bandaríski betur, 116-112, og 118-110 hjá þeim þriðja. Pacquaio, sem er frá Filippseyjum, var vel studdur af áhorfendum í Las Vegas. Hann ólst upp í fátækt en er nú einn þekktasti íþróttamaður heims, stjórnmálamaður í heimalandinu og vinsæll poppsöngvari þar að auki. Hann söng sjálfur lagið sem ómaði undir í innkomu hans fyrir bardagans. Hann náði góðu höggi á Mayweather í fjórðu lotu en átti erfitt með að vinna bug á andstæðingi sínum, sem varðist fimlega eins og hann hefur gert allan sinn feril. „Ég hélt að ég hafi náð fleiri höggum á hann en hann á mig. Stiganiðurstaðan kom mér verulega á óvart,“ sagði Pacquaio eftir bardagann en Mayweather hrósaði andstæðingi sínum. „Hann er erfiður. Ég þurfti að taka mér tíma og fylgjast afar náið með hverri hreyfingu,“ sagði Mayweather sem var í raun í bílstjórasætinu allan bardagann.Vísir/GettyÞjálfari Pacquaio, Freddie Roach, sagði eftir bardagann að sinn maður hafi meiðst á öxl þremur til fjórum vikum fyrir bardagann og það hafi háð honum í nótt. Hann hefur fengið bólgueyðandi sprautur síðustu vikurnar en fékk ekki leyfi til að fá sprautu fyrir bardagann í gærkvöldi, þótt hann hafi óskað þess. Mayweather á einn bardaga eftir af samningi sínum við bandarísku sjónvarpsstöðirnar CBS og Showtime og Mayweather sagði í nótt að hann ætlaði sér að berjast næst í september. Eftir það mun hann hætta. Ef hann vinnur síðasta bardagann sinn verður árangur hans 49 sigrar og ekkert tap. Rocky Marciano, sem keppti í þyngdarvigt á sjötta áratug síðustu aldar, státar af sama árangri og er eini heimsmeistari sögunnar í þeim þyngdarflokki sem aldrei tapaði bardaga. Box Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Floyd Mayweather sýndi enn og sannaði í nótt að hann er einn besti hnefaleikakappi sögunnar. Hann hafði þá betur gegn Manny Pacquaio á stigum og er því enn ósigraður á nítján ára atvinnumannaferli sínum í alls 48 bardögum. Mayweather er almennt talinn besti hnefaleikamaður sinnar kynslóðar og hann sjálfur vill meina að hann sé sá besti í sögunni. Fáir deila um að hann sé í hópi þeirra allra bestu sem stundað hafa íþróttina. Hann er nú handhafi allra stóru titlanna í veltivigt. Hann varði WBA, WBC og The Ring titlana sína og vann WBO-titilinn af Pacquaio. Bardaginn gaf af sér ótrúlegar tekjur en talið er að beinar tekjur af honum (miðasala, sjónvarpstekjur, matvörur og varniningur á staðnum) nemi 500 milljónum Bandaríkjadala - jafnvirði 65,5 milljarða króna. Talið er að Mayweather fái 23,5 milljarða króna í vasann fyrir kvöldið. Bardagans í nótt hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda hefur Pacquaio lengi þótt einn fárra sem hafi getuna til að fella Mayweather af stalli sínum. Það gerðist ekki í nótt.Vísir/GettyBardagi þeirra stóð yfir í tólf lotur og þurfti því stigagjöf dómara til að fá niðurstöðu. Allir þrír dómararnir dæmdu Mayweather öruggan sigur. Hjá tveimur dómurum hafði sá bandaríski betur, 116-112, og 118-110 hjá þeim þriðja. Pacquaio, sem er frá Filippseyjum, var vel studdur af áhorfendum í Las Vegas. Hann ólst upp í fátækt en er nú einn þekktasti íþróttamaður heims, stjórnmálamaður í heimalandinu og vinsæll poppsöngvari þar að auki. Hann söng sjálfur lagið sem ómaði undir í innkomu hans fyrir bardagans. Hann náði góðu höggi á Mayweather í fjórðu lotu en átti erfitt með að vinna bug á andstæðingi sínum, sem varðist fimlega eins og hann hefur gert allan sinn feril. „Ég hélt að ég hafi náð fleiri höggum á hann en hann á mig. Stiganiðurstaðan kom mér verulega á óvart,“ sagði Pacquaio eftir bardagann en Mayweather hrósaði andstæðingi sínum. „Hann er erfiður. Ég þurfti að taka mér tíma og fylgjast afar náið með hverri hreyfingu,“ sagði Mayweather sem var í raun í bílstjórasætinu allan bardagann.Vísir/GettyÞjálfari Pacquaio, Freddie Roach, sagði eftir bardagann að sinn maður hafi meiðst á öxl þremur til fjórum vikum fyrir bardagann og það hafi háð honum í nótt. Hann hefur fengið bólgueyðandi sprautur síðustu vikurnar en fékk ekki leyfi til að fá sprautu fyrir bardagann í gærkvöldi, þótt hann hafi óskað þess. Mayweather á einn bardaga eftir af samningi sínum við bandarísku sjónvarpsstöðirnar CBS og Showtime og Mayweather sagði í nótt að hann ætlaði sér að berjast næst í september. Eftir það mun hann hætta. Ef hann vinnur síðasta bardagann sinn verður árangur hans 49 sigrar og ekkert tap. Rocky Marciano, sem keppti í þyngdarvigt á sjötta áratug síðustu aldar, státar af sama árangri og er eini heimsmeistari sögunnar í þeim þyngdarflokki sem aldrei tapaði bardaga.
Box Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira