Rafmagnsleigubílum í London fjölgar Finnur Thorlacius skrifar 4. maí 2015 09:59 TX-5 rafmagnsleigubíll frá London Taxi Company. Svörtu kubbslegu leigubílarnir í London verða brátt allmiklu umhverfisvænni því mörgum þeirra hefur verið skipt út fyrir rafmagnsbíla og verður þeim gömlu skipt út í stórum stíl á næstu árum. London Taxi Company, sem lengi hefur framleitt þá leigubíla sem einkenna Lundúni, er í eigu kínverska bílaframleiðandans Geely, sem reyndar á einnig Volvo. Fyrirtækið framleiðir nú þennan TX4 leigubíl sem ætlað er að leysa af hólmi eldri leigubíla borgarinnar og von er á næstu gerð bílsins, TX5 innan þriggja ára. Meiningin er að framleiða allt að 36.000 svona bíla á ári og með því tífalda framleiðsluna frá því sem nú er. Þessir bílar eru einnig ætlaðir í sölu í öðrum löndum en Bretlandi. Þeir eru þó ekki einu rafmagnsleigubílarnir sem sjást í London nú því allmargir breskir Frazer-Nash Metrocab rafmagnsbílar eru þar einnig í þjónustu. Bílar Frazer-Nash er með svipaðan drifbúnað og TX4 og TX5 bílarnir, stórar rafhlöður og litla brunavél sem tekur við þegar rafhleðslan klárast. Drægni þeirra er svipuð, eða um 560 kílómetrar. Frazer-Nash, breskur rafmagnsleigubíll. Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent
Svörtu kubbslegu leigubílarnir í London verða brátt allmiklu umhverfisvænni því mörgum þeirra hefur verið skipt út fyrir rafmagnsbíla og verður þeim gömlu skipt út í stórum stíl á næstu árum. London Taxi Company, sem lengi hefur framleitt þá leigubíla sem einkenna Lundúni, er í eigu kínverska bílaframleiðandans Geely, sem reyndar á einnig Volvo. Fyrirtækið framleiðir nú þennan TX4 leigubíl sem ætlað er að leysa af hólmi eldri leigubíla borgarinnar og von er á næstu gerð bílsins, TX5 innan þriggja ára. Meiningin er að framleiða allt að 36.000 svona bíla á ári og með því tífalda framleiðsluna frá því sem nú er. Þessir bílar eru einnig ætlaðir í sölu í öðrum löndum en Bretlandi. Þeir eru þó ekki einu rafmagnsleigubílarnir sem sjást í London nú því allmargir breskir Frazer-Nash Metrocab rafmagnsbílar eru þar einnig í þjónustu. Bílar Frazer-Nash er með svipaðan drifbúnað og TX4 og TX5 bílarnir, stórar rafhlöður og litla brunavél sem tekur við þegar rafhleðslan klárast. Drægni þeirra er svipuð, eða um 560 kílómetrar. Frazer-Nash, breskur rafmagnsleigubíll.
Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent