Vilja sekta of hæga ökumenn Finnur Thorlacius skrifar 5. maí 2015 09:11 Bílaumferð í Washington. Fyrir fylkisþinginu í Washington fylki í Bandaríkjunum liggur nú frumvarp sem gefur lögreglunni í fylkinu meiri heimildir til að sekta ökumenn sem aka of hægt á vinstri akrein á fjölfarnari vegum. Þessum lögum er ætlað að stöðva hættulegan og hægan akstur ökumanna sem ekki taka tillit til annarra í umferðinni. Í lögunum eru tilgreindar þær sektir sem ökumenn mega eiga von á ef þeir aka á vinstri akrein undir leyfilegum hámarkshraða. Ökumenn sem aka 2-8 km/klst undir hámarkhraða á vinstri akrein fá 27 dollara sekt. Þeir sem aka á 9-16 km/klst undir hámarkshraða fá 37 dollara sekt, 52 dollara fyrir 17-25 km/klst, og 67 dollara fyrr 26-32 km/klst undir hámarkshraða. Í Washington fylki er mikil hefð fyrir því að kenna ökumönnum góða siði í umferðinni og þar hafa mörg lög orðið fyrst af veruleika sem snúa að því, svo sem að sekta fyrir að vera staðinn að símskilaboðasendingum í akstri og að leggja í stæði sem ætluð eru fyrir rafmagnsbíla. Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent
Fyrir fylkisþinginu í Washington fylki í Bandaríkjunum liggur nú frumvarp sem gefur lögreglunni í fylkinu meiri heimildir til að sekta ökumenn sem aka of hægt á vinstri akrein á fjölfarnari vegum. Þessum lögum er ætlað að stöðva hættulegan og hægan akstur ökumanna sem ekki taka tillit til annarra í umferðinni. Í lögunum eru tilgreindar þær sektir sem ökumenn mega eiga von á ef þeir aka á vinstri akrein undir leyfilegum hámarkshraða. Ökumenn sem aka 2-8 km/klst undir hámarkhraða á vinstri akrein fá 27 dollara sekt. Þeir sem aka á 9-16 km/klst undir hámarkshraða fá 37 dollara sekt, 52 dollara fyrir 17-25 km/klst, og 67 dollara fyrr 26-32 km/klst undir hámarkshraða. Í Washington fylki er mikil hefð fyrir því að kenna ökumönnum góða siði í umferðinni og þar hafa mörg lög orðið fyrst af veruleika sem snúa að því, svo sem að sekta fyrir að vera staðinn að símskilaboðasendingum í akstri og að leggja í stæði sem ætluð eru fyrir rafmagnsbíla.
Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent