Lotus í sæng með Kínverjum Finnur Thorlacius skrifar 6. maí 2015 09:18 Lotus Evora. Breski sportbílaframleiðandinn Lotus og Goldstar Heavy Industrial Company í Kína hafa stofnað til samstarfs um smíði Lotus bíla í Kína. Til stendur að smíða nýja bíla Lotus hjá Goldstar, bíla sem þróaðir verða í Kína og henta kaupendum þar. Lotus ætlar áfram að smíða sínar núverandi bílgerðir, Evora, Exige og Elise í Hethel í Bretlandi. Fyrir aðeins tveimur árum benti flest til þess að Lotus væri að fara á hausinn og missti Lotus þá fjórðunginn af starfsfólki sínu. Lotus tókst hinsvegar að snúa vörn í sókn og í fyrra jók Lotus við sölu bíla sinna um heil 55% og opnaði 36 nýja sölustaði. Það eru því nýir timar hjá Lotus og fyrirtækið ætlar ekki að missa af þeim tækifærum sem bílaframleiðendum stendur til boða í Kína. Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent
Breski sportbílaframleiðandinn Lotus og Goldstar Heavy Industrial Company í Kína hafa stofnað til samstarfs um smíði Lotus bíla í Kína. Til stendur að smíða nýja bíla Lotus hjá Goldstar, bíla sem þróaðir verða í Kína og henta kaupendum þar. Lotus ætlar áfram að smíða sínar núverandi bílgerðir, Evora, Exige og Elise í Hethel í Bretlandi. Fyrir aðeins tveimur árum benti flest til þess að Lotus væri að fara á hausinn og missti Lotus þá fjórðunginn af starfsfólki sínu. Lotus tókst hinsvegar að snúa vörn í sókn og í fyrra jók Lotus við sölu bíla sinna um heil 55% og opnaði 36 nýja sölustaði. Það eru því nýir timar hjá Lotus og fyrirtækið ætlar ekki að missa af þeim tækifærum sem bílaframleiðendum stendur til boða í Kína.
Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent