LeBron setti hárbandið aftur á sig og pakkaði Bulls saman Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. maí 2015 07:10 Cleveland Cavaliers vann Chicago Bulls, 108-91, á heimavelli í öðrum leik liðanna í undanúrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt og jafnaði með því einvígið, 1-1. LeBron James, sem hefur spilað stóran hluta tímabilsins án hárbandsins fræga, setti það aftur á sig í nótt og þá þurfti ekki að spyrja að leikslokum. LeBron átti stórleik og skoraði 33 stig, tók 8 fráköst og gaf 5 stoðsendingar, en hann tróð eins og enginn væri morgundagurinn og lét gestina frá Chicago vita að þessi sería yrði engin gönguferð í garðinum fyrir Bulls þó Cleveland vanti Kevin Love og J.R. Smith. Kyrie Irving, leikstjórnandi Cleveland, bætti við 21 stigi og þá kom James Jones inn af bekknum og skilaði 17 stigum fyrir heimamenn, en serían heldur nú til Chicago þar sem næstu tveir leikir verða spilaðir. Hjá Chicago náði sér enginn almennilega á strik. Derrick Rose gældi við þrennu með 14 stigum, 10 stoðsendingum og 7 stoðsendignum. Hann hitti þó aðeins úr sex af 20 skotum sínum. LeBron James fer illa með Jimmy Butler: Houston Rockets jafnaði einnig einvígi sitt gegn Los Angeles Clippers, 1-1, með sigri á heimavelli, 115-09, í nótt. Eins og vanalega var James Harden stigahæstur hjá Houston, en hann lenti þó snemma í villuvandræðum og þurfti að sitja á bekknum stóran hluta þriðja leikhluta. Hann hafði þá skoraði 16 stig. Harden brást ekki samherjum sínum og skoraði 16 stig bara í fjórða leikhluta. Hann endaði með 32 stig og 7 stoðsendingar auk þess sem hann hitti úr öllum 15 vítaskotum sínum. Dwight Howard átti einnig stórleik og skoraði 24 stig og tók 16 fráköst, en allt byrjunarlið Houston skoraði yfir 10 stig. Blake Griffin var stigahæstur á vellinum, en hann skoraði 34 stig og tók 15 fráköst fyrir CLippers-liðið. Jamal Craword kom eins og alltaf öflugur inn af bekknum og skoraði 19 stig. Rimman færir sig nú um set til Los Angeles þar sem næstu tveir leikir verða spilaðir.Stórleikur James Hardens: Dwight Howard óstöðvandi: NBA Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn Körfubolti Fleiri fréttir Keflavík - ÍA | Nýr leikmaður frumsýndur gegn Kanalausum Skagamönnum ÍR - Grindavík | Toppliðið með fullt hús fyrir heimsókn í Breiðholtið KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Sjá meira
Cleveland Cavaliers vann Chicago Bulls, 108-91, á heimavelli í öðrum leik liðanna í undanúrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt og jafnaði með því einvígið, 1-1. LeBron James, sem hefur spilað stóran hluta tímabilsins án hárbandsins fræga, setti það aftur á sig í nótt og þá þurfti ekki að spyrja að leikslokum. LeBron átti stórleik og skoraði 33 stig, tók 8 fráköst og gaf 5 stoðsendingar, en hann tróð eins og enginn væri morgundagurinn og lét gestina frá Chicago vita að þessi sería yrði engin gönguferð í garðinum fyrir Bulls þó Cleveland vanti Kevin Love og J.R. Smith. Kyrie Irving, leikstjórnandi Cleveland, bætti við 21 stigi og þá kom James Jones inn af bekknum og skilaði 17 stigum fyrir heimamenn, en serían heldur nú til Chicago þar sem næstu tveir leikir verða spilaðir. Hjá Chicago náði sér enginn almennilega á strik. Derrick Rose gældi við þrennu með 14 stigum, 10 stoðsendingum og 7 stoðsendignum. Hann hitti þó aðeins úr sex af 20 skotum sínum. LeBron James fer illa með Jimmy Butler: Houston Rockets jafnaði einnig einvígi sitt gegn Los Angeles Clippers, 1-1, með sigri á heimavelli, 115-09, í nótt. Eins og vanalega var James Harden stigahæstur hjá Houston, en hann lenti þó snemma í villuvandræðum og þurfti að sitja á bekknum stóran hluta þriðja leikhluta. Hann hafði þá skoraði 16 stig. Harden brást ekki samherjum sínum og skoraði 16 stig bara í fjórða leikhluta. Hann endaði með 32 stig og 7 stoðsendingar auk þess sem hann hitti úr öllum 15 vítaskotum sínum. Dwight Howard átti einnig stórleik og skoraði 24 stig og tók 16 fráköst, en allt byrjunarlið Houston skoraði yfir 10 stig. Blake Griffin var stigahæstur á vellinum, en hann skoraði 34 stig og tók 15 fráköst fyrir CLippers-liðið. Jamal Craword kom eins og alltaf öflugur inn af bekknum og skoraði 19 stig. Rimman færir sig nú um set til Los Angeles þar sem næstu tveir leikir verða spilaðir.Stórleikur James Hardens: Dwight Howard óstöðvandi:
NBA Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn Körfubolti Fleiri fréttir Keflavík - ÍA | Nýr leikmaður frumsýndur gegn Kanalausum Skagamönnum ÍR - Grindavík | Toppliðið með fullt hús fyrir heimsókn í Breiðholtið KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Sjá meira