Tesla tapaði 21 milljarði á fyrsta ársfjórðungi Finnur Thorlacius skrifar 7. maí 2015 12:48 Tesla Model X kemur á markað seinna á árinu og margir bíða spenntir. Eins og oft vill verða hjá nýjum bílaframleiðendum var tap á rekstri Tesla rafbílaframleiðandans á fyrsta ársfjórðungi ársins. Velta fyrirtækisins var 150 milljarðar króna en tap af rekstri 21 milljarður, eða um 14% af rekstri. Var það helmingi meira tap er sérfræðingar á Wall Street höfðu spáð en velta Tesla var líka meiri en spár þeirra. Tesla seldi 11.160 bíla á þessum fyrstu þremur mánuðum ársins en fyrirtækið ætlar að selja 55.000 bíla í ár. Það þýðir að aukin sala verður að eiga sér stað á seinni helmingi ársins og þar mun tilkoma nýs bíls Tesla, Model X jepplingsins spila stóran þátt. Ef að Tesla nær að selja 55.000 bíla í ár verður það 74% meiri sala en í fyrra. Tesla Model X kemur væntanlega í sölu á fjórða ársfjórðungi og ef framleiðsla Tesla á bílnum verður eftir plönum mun fyrirtækið afgreiða ógrynni þeirra til kaupenda þá. Margir kaupendur hafa lengi beðið eftir bílnum og lagt inn pöntun fyrir löngu. Þriðji framleiðslubíll Tesla, Model 3 er svo áætlaður á markað seint á árinu 2017, en þar er um að ræða mun ódýrari bíl en núverandi Model S og Model X jepplingurinn. Ef sama eftirspurn verður eftir þeim bíl verður framleiðsla Tesla hratt komin yfir 100.000 bíla markið á ári. Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent
Eins og oft vill verða hjá nýjum bílaframleiðendum var tap á rekstri Tesla rafbílaframleiðandans á fyrsta ársfjórðungi ársins. Velta fyrirtækisins var 150 milljarðar króna en tap af rekstri 21 milljarður, eða um 14% af rekstri. Var það helmingi meira tap er sérfræðingar á Wall Street höfðu spáð en velta Tesla var líka meiri en spár þeirra. Tesla seldi 11.160 bíla á þessum fyrstu þremur mánuðum ársins en fyrirtækið ætlar að selja 55.000 bíla í ár. Það þýðir að aukin sala verður að eiga sér stað á seinni helmingi ársins og þar mun tilkoma nýs bíls Tesla, Model X jepplingsins spila stóran þátt. Ef að Tesla nær að selja 55.000 bíla í ár verður það 74% meiri sala en í fyrra. Tesla Model X kemur væntanlega í sölu á fjórða ársfjórðungi og ef framleiðsla Tesla á bílnum verður eftir plönum mun fyrirtækið afgreiða ógrynni þeirra til kaupenda þá. Margir kaupendur hafa lengi beðið eftir bílnum og lagt inn pöntun fyrir löngu. Þriðji framleiðslubíll Tesla, Model 3 er svo áætlaður á markað seint á árinu 2017, en þar er um að ræða mun ódýrari bíl en núverandi Model S og Model X jepplingurinn. Ef sama eftirspurn verður eftir þeim bíl verður framleiðsla Tesla hratt komin yfir 100.000 bíla markið á ári.
Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent